Laust 100% starf fyrir sálfræðing frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi.
Laust er til umsóknar starf sálfræðings hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Um er að ræða 100% stöðu frá 1. mars 2021 eða eftir samkomulagi. Hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings starfar öflug liðsheild sérfræðinga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi um málefni einstaklinga og hópa. Sjö sveitarfélög reka Skóla- og velferðarþjónustuna sem hefur starfsstöð í Hveragerði. Á svæðinu eru sjö leikskólar, sex grunnskólar og tveir leik- og grunnskólar.