Laus er staða leikskólakennara í Leikholti

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 100% tímabundna stöðu með möguleika á framlengingu. Frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan. 

Boðað er til 76. sveitarstjórnarfundar

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  2 mars, 2022 klukkan 14:00.

Dagskrá

Mál til umræðu og kynningar

Íbúafundur vegna Hvammsvirkjunnar

Haldinn verður íbúafundur í félagsheimilinu Árnesi þriðjudaginn 8. mars kl 20 á vegum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á fundinum mun Landsvirkjun kynna starfsemi sína á Þjórsársvæði og áform um Hvammsvirkjun. 

Á fundinum verða fulltrúar frá Landsvirkjun og sveitarfélaginu Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Fundarstjóri verður Sigurður Loftsson.

Rekstur fjallaskála á Gnúpverjaafrétti til leigu

Sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps óskar eftir að koma rekstri fjallaskálanna þriggja á Gnúpverjaafrétt; Tjarnarvers, Bjarnalækjarbotna og Gljúfurleitar, í leigu til næstu 5 ára. Áhugasamir skulu senda umsókn til sveitarstjóra í netfangið sylviakaren@skeidgnup.is fyrir föstudaginn 26. febrúar nk.

Beitarstykki til leigu

Nokkur beitarstykki í eigu sveitarfélagsins eru laus til leigu. Um er að ræða beitarstykki í grennd við Árnes, Flatir og Löngudælaholt. Stykkin eru misstór, frá u.þ.b. 2 - 6 ha. Frekari upplýsingar um stærðir, staðsetningu, ástand og leiguverð má nálgast á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 4. mars.

Covid bólusetningar 5-11 ára barna í Árnes – og Rangárvallasýslu

Nú verður hætt að boða börn 5-11 ára í Covid bólusetningar. Hægt verður að panta tíma í síma á þinni heilsugæslustöð. Bólusett verður með barnaskammti af bóluefni Pfizer. Hér mega mæta:

Munið að skrá barnið  ef um fyrstu bólusetningu er að ræða samkvæmt leiðbeiningum hér að neðan

Bólusetningar í Árnes- og Rangárvallasýslu

Hætt verður að boða í Covid 19 bólusetningar, en boðið verður upp á bólusetningar reglulega í opnu húsi.  Einstaklingar eru beðnir um að fylgjast sjálfir með því hvenær tími er kominn á skammt nr. 2 ( eftir 3-5 vikur) eða skammt nr. 3 í örvunarbólusetningu og mæta í opið hús í  Félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi - Næsta opna hús er auglýst inni á hsu.is undir appelsínugula covid-flipanum

Gaukur með fréttir

Eftir óvenju langa fæðingu er loksins kominn fyrsti Gaukur ársins, með fréttir, fróðleik og fundarboð. Hann má finna hér (en öll útgefin fréttabréf má finna undir sveitarfélagið-útgefið efni - fréttabréfið)

Enn eitt óveðrið í aðsigi í kvöld. Hugum vel að öllu okkar!

Enn ein lægðin að koma yfir okkur í kvöld, mánudag 21.02. og  frameftir degi á morgun, þriðjudag 22.2. Við biðlum til íbúa að huga vel að sínu og athuga með að bílar séu eins vel staðsettir og  aðgengilegir eins og kostur er í stöðunni!  Sjá veðurspá hér neðar: 

Veðurspáin:

Storms sweep across the country tonight and tomorrow!

Another depression to come over us tonight, Monday  21.02. and before noon tomorrow, Tuesday 22.2.
We ask residents to take good care of themselves and check that cars are as well located and accessible