Uppbygging íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu

Það er sannarlega líflegt um þessar mundir hvað varðar uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Senn verða tilbúnar þrjár glæsilegar íbúðir að Bugðugerði 3 í Árneshverfi. Það eru Selásbyggingar ehf sem annast þá framkvæmd. Í sömu götu nr 9. hefur Byggingafélagið Þrándarholt sf tekið grunn að þriggja íbúða raðhúsi sem mun rísa á næstunni. Við Holtabraut 18-20 í Brautarholtshverfi er Tré og straumur ehf að reisa parhús og eru áform um að byggja annað parhús við sömu götu innan skamms.  Að sögn þeirra sem að byggingunum standa, er verulegur áhugi fyrir kaupum á íbúðunum sem eru að rísa. Fyrir utan þær framkvæmdir sem hér er getið, eru fleiri byggingahugmyndir á teikniborðum byggingaverktaka og hefur nokkrum lóðum til viðbótar verið úthlutað í hverfunum. 

Áform um friðlýsingu í Þjórsárdal

Svæði í Þjórsárdal 

Umhverfisstofnun ásamt Skeiða- og Gnþúpverjahreppi kynna hér með áform um friðslýsingu svæðis í Þjórsárdal. Svæðið nær meðal annars til Gjárinnar, Háafoss og nágrennis í samræmi við lög nr 60/2013 um náttúruvernd. 

Sumarleyfi starfsfólks á skrifstofu sveitarfélagsins 8.-29. júlí

Skrifstofa- Skeiða og Gnúpverjahrepps er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí og opnað verður aftur 29. júlí n.k. Ef erindi eru brýn er ráðlagt að senda póst á netfangið skeidgnup@skeidgnup.is  auk þess er bent á Skafta Bjarnason oddvita í síma 895-8432 oddviti@skeidgnup.is 

Opnun gámasvæða - breyting þessa viku.

Vakin er athygli á að gámasvæðið í Brautarholti verður lokað nk miðvikudag 10 júlí, vegna lagfæringa á svæðinu. Þess í stað verður opið kl 14-16 bæði þriðjudag og miðvikudag á gámasvæðinu við Árnes.

Opnun verður með hefðbundnum hætti á báðum svæðum nk. laugardag.

Bjarni Jónsson umsjónarmaður sími 892-1250