Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Snemma árs 2012 samþykkti þáverandi sveitarstjórn að hefja vinnu við lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Var öllum íbúum sveitarfélagsins boðin tenging við ljósleiðara endurgjaldslaust og eigendum atvinnuhúsnæðis og sumarhúsa boðin tenging á kostnaðarverði við tengingu frá stofnæð. Til að sjá um viðhald og rekstur ljósleiðarans var stofnað svokallað B- hluta félag innan sveitarfélagsins: Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Stjórn félagsins er sú sama og sveitarstjórn hverju sinni.

Breyting var gerð á gjaldskrá Fjarskiptafélagsins á stjórnarfundi þann 2. september 2021 - Gjaldskrána má finna hér

Umsóknareyðublað um tengingu við ljósleiðarann má finna hér