Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum.

Strætókort. Samþykkt samhljóða að styrkur til framhalds- og háskólanema til kaupa á strætókortum verði kr. 28.600 fyrir hvern einstakling.  Skólaárið 2018- 2019. Skilyrði fyrir styrkveitingu er staðfesting viðkomandi skóla um námsvist. 

Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum.

Internetið liggur niðri vegna viðgerða í Gnúpverjahreppi

Vegna bilunar í ljósleiðara við Leiti í Gnúpverjahreppi, verða eftirtaldir bæir netlausir part úr degi, fimmtudaginn 22. nóv. Rofið varir í allt að 4 klukkustundir á hvern notanda. Vinna hefst kl. 10 og viðgerð lýkur kl 19.   Eftirtaldir bæir + allir sumarbústaðir með netþjónustu í námunda við þessa bæi.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsmál : 

10. sveitarstjórnarfundur boðaður miðvd. 21. nóv. kl. 09:00

                  Boðað er til 10. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikud. 21. nóv.2018  kl. 09:00.

                         Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Fundargerðir :

Mál til umsagnar :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Rafmagnslaust í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 8.11.2018

Rafmagnslaust verður í Geldingarholti að Kálfhaga og frá Árnesi að Löngudælaholti upp með Kálfá í Skeiða-og Gnúpverjahreppi þann 08.11.2018 frá kl 10:00 og fram eftir degi vegna tengivinnu á háspennu.  Hægt er að sjá kort af svæði inn á RARIK.IS undir tilkynningar.
Einnig verður rafmagnslaust verður á Suðurbraut, Knarrarholti að Skaftholti og Þjórsárholti  í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi þann 08.11.2018 frá kl 14:30 og fram eftir degi vegna tengivinnu á háspennu. Hægt er að sjá kort af svæði inn á RARIK.IS undir tilkynningar.

Veiðiréttur í Fossá í Þjórsárdal til leigu.

Veiðiréttur í Fossá í Þjórsárdal er til leigu, óskað er eftir tilboðum. Leigutímabilið er frá  2019 til 2022 að báðum árum meðtöldum. Leigutaka verður skylt að selja veiðileyfi til almennings. Upplýsingar veita Kristófer sveitarstjóri í síma 486-6100 eða 861-7150 netfang : kristofer@skeidgnup.is   og Trausti Jóhannsson skógræktinni í síma 470-2080 netfang:  trausti@skogur.is .  Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps eigi síðar en  kl 16:00 12. nóvember næstkomandi. Tilboðin verða opnuð eftir kl 16:00 sama dag.

Boðað til 9. sveitarstjórnarfundar 7. nóvember í Árnesi kl. 09:00

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Fundargerðir

Annað

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast í Bláskógabyggð

Leikskólinn Álfaborg i Bláskógabyggð auglýsir eftir deildarstjóra í 100% stöðu, í tímabundna ráðningu, frá 1. desember 2018 með möguleika á fastráðningu vegna stækkunar leikskólans. Einnig óskast leikskólakennari í 100% stöðu í ótímabundna ráðningu, sá þarf að geta hafið störf sem fyrst. Einnig kemur til greina að ráða í hlutastarf. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan starfsanda og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leikskólans og grunnskólans Bláskógaskóla í Reykholti. Álfaborg er 2ja deilda leikskóli og er staðsettur til bráðabirgða í tveimur húsum í Reykholti, Biskupstungum, þ. á m. með aðalaðsetur í Bláskógaskóla. Nýtt húsnæði leikskóla er í smíðum og er áætlað að taka það í notkun haustið 2019.