Fréttabréf nóvember komið út.

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út og hægt að lesa hér. Ýmislegt að vanda sem hægt er að lesa.

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita auglýsir eftir starfsmanni

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Verkefni byggðasamlagsins í umhverfis- og tæknimálum eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhaldi og nýbyggingum húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Starfsaðstaða er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga


Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga
frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%.

Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli
landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við
skólann.

Starfs- og ábyrgðarsvið
Aðstoðarskólastjóri:
- vinnur undir stjórn skólastjóra og er tilbúinn að ganga í verk skólastjóra þegar á þarf að halda.
- ber ábyrgð á vissum þáttum starfsins, en hefur fyrst og fremst umsjón með fjölþættu og krefjandi
innra starfi skólans.
- sinnir m.a. launaútreikningi ásamt skólastjóra.
- er tengiliður við ýmsar opinberar stofnanir.
- hefur umsjón með nemendaskrá og kennaraskrá.
- kemur að gerð ársskýrslu.
- sinnir öðrum tilfallandi verkefnum sem skólastjóri felur honum hverju sinni.

Menntun- og hæfnikröfur
Tónlistarmenntun á háskólastigi (kennari 3).
Stjórnunarreynsla æskileg.
Gott vald á almennri tölvu-ritvinnslu.
Kunnátta á Sibelius, DaCapo og Tónalaunum er kostur.
Innsæi í starfsemi tónlistarskóla og þróun tónlistarnáms æskilegt.
Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
Fagmennska, metnaður og frumkvæði.
Hugmyndaauðgi og framsýni.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Upplýsingar veita Róbert A. Darling skólastjóri og Helga Sighvatsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 482
1717.

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2017.
Umsóknum ber að skila
á skrifstofu Tónlistarskóla Árnesinga, Eyravegi 9 Selfossi, eða á netfang
skólans
tonar@tonar.is.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt
er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins

51. sveitarstjórnarfundur 15. nóv í Árnesi kl. 14:00

Boðað er til 51. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps Árnesi miðvikudaginn 15. nóvember 2017  kl. 14:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.      Fjárhagsáætlun 2018-2021. Umfjöllun.

2.      Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018.

3.      Rauðikambur ehf. Samingar um landsvæði í Þjórsárdal.

Tvisvar í sömu fötum ! Er það í lagi ? Fyrirlestur í Árnesi

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og framkvæmdarstjóri Umhverfisráðgjafar Íslands ehf, Environice flytur fyrirlestur um fatasóun laugardaginn 11. nóvember kl.14:00 í Árnesi. 

Hann fer yfir umhverfisáhrifin sem fataframleiðsla hefur í för með sér og endurnýtingu á textílvörum.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur í Útsvari í Sjónvarpinu 10. nóv.

Skeiða-og Gnúpverjahreppur keppir í Útsvari á föstudaginn 10. nóv. á móti Dalvíkurbyggð. Anna Kristjana Ásmundsdóttir, Stóru-Mástungu 1, Bjarni Rúnarsson, Reykjum  og Steinþór Kári Kárason frá Háholti taka þátt í leiknum  og við hvetjum sem flesta að mæta í sjónvarpið að sjálfsögðu og styðja okkar fólk. Þar er nóg pláss keppnin hefst kl 20:00. Mæting í salinn ekki síðar en kl 19:30. Möguleiki ér á hópferð, Hafið samband við Kiddu eða Kristófer með það fyrir kl 13:00 föstudag. 

Látið vita ef vantar að bora holur fyrir lífræna úrganginn

Þeir sem hafa  fengið boraðar holur fyrir lífræna úrganginn  hér í sveitarfélaginu eru góðfúslega beðnir um að láta vita á skrifstofuna í síma  486-6100 eða kidda@skeidgnup.is  ef vantar að gera nýjar  fyrir veturinn. -  Bendum einnig á að gott er að hella "ensími"  ofan á úrganignn í holunni  (fæst í Árborg) það flýtir  mikið fyrir rotnun, þá endast þær mun lengur.