Kaldavatn Árnessvæði - viðgerðir mánudag 29 mars og 30 mars.
Þessa dagana hefur borið á vandamáli með kaldavatnsöflun á Árnessvæðinu. Vatnið er lagt frá lind í Lækjarbrekku og er forðabúrstankar í landi Hamra skammt ofan við Árneshverfið. EInhversstaðar er leki sem verið að að leita að.
Næstkomandi mánudag 29. mars og þriðjudag 30. mars verður unnið að viðgerðum. Á þeim dögum má búast við að skrúfa þurfi fyrir lögnina af þessum sökum. Það getur orðið af og til eða jafnvel samfellt á bilinu kl 8 -16:00.