Sumarið 2022 hefur verið samið við Gylfa Sigríðarson s. 8691118 og Hrönn Jónsdóttur s.8481426 bændur í Háholti um rekstur skálanna Gljúfurleit, Bjarnalækjabotna og Tjarnavers. Pantanir mega enn berast á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is en einnig má hafa samband við þau beint ef einhverjar spurningar vakna.
Gjaldskrá í skála á Gnúpverjaafrétti 2022
Gisting pr mann í Gljúfurleit kr. 3.500,-
Bjarnalækjarbotnar nóttin kr. 2.500,-
Tjarnarver nóttin kr. 5000,-
Hey:
1 rúlla f. ca 30 hesta Glúfurleit og Bjarnalækjarbotnar 25.000,- m/vsk.rúllan
1 rúlla f. ca 30 hesta Tjarnarver 33.000,- m/vsk rúllan
Gljúfurleit, á hjöllum, skammt neðan Gljúfurleitarfossins í Þjórsá.
Þar eru 25 svefnpláss - mataráhöld fyrir 25 manns, gaseldavél m/ bakarofni á staðnum. Gasofn og steinolíuofn. Gas á ávallt að vera í húsinu ( látið vita ef svo er ekki.) Vatnssalerni er inn í húsi (án pappírs.) Hesthús áfast skálanum - ekki mjög stórt.
Pantanir teknar í síma 8691118 (Gylfi) eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is
Bjarnalækjarbotnar framan Fjórðungssands.
Ný uppgert að hluta og skemmtilegt hús. Gisting fyrir 14 manns. Gasofn til hitunar m/gasi. 2500,- pr. nótt
Gashellur til eldunar, vatn í læk fyrir utan, salerni m/ gamla laginu ( útikamar) án pappírs.
Pantanir teknar í síma 8691118(Gylfi) eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is
Tjarnarver innan Fjórðungsands
Nýtt og glæsilegt hús hefur verið tekið í notkun í Tjarnarveri. Gashitun og gashellur til eldunar. Skálinn tekur 16 manns í rúm en hægt er að sofa í hesthúsi við góðar veðurfarslegar aðstæður. Ekki vatn nálægt húsinu, salerni m/ gamla laginu (útikamar) án pappírs.
Pantanir teknar í síma 8691118 eða á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is
Hólaskógur er í eigu sveitarfélagsins og er stærstur skálanna á Gnúpverjaafrétti. Hann er staðsettur neðan Fossheiðar, miðja vegu á Hafinu, sem kallað er, og liggur á milli Búrfells og Sandafells. Tekur um 60 manns. Þar er rafmagn, heitt og kalt vatn, sturtur og hesthús.
Rauðukambar ehf www.holaskogur.is bókanir: magnusorri@gestur.is eða gudrun@tryggvadottir.com 841- 1700 eða 8635490Hólaskógur er leigður út til ferðaþjónustuaðila,
Ari B. Thorarensen tekur bókanir í Klett og Hallarmúla á netfangið arith@simnet.is eða í síma 898-9130
Gjaldskrá í skála á Skeiða- og Flóamannaafrétti
Gisting pr mann nóttin í Kletti kr. 3.500,-
Gisting pr. mann nóttin í Hallarmúla kr. 2.500,-
Girðingargjald pr hest á báðum stöðum kr. 150,-
Hey verður fók að koma með sjálft og heyið verður að kaupa á sama sauðfjárveikivarnarsvæði og fjallaskálarnir eru.
Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2 hefur selt hey.
Hafið einnig samband við Ara Thorarensen í sambandi við heykaup - arith@simnet.is
í eigu Afréttamálafélags Flóa og Skeiðamanna. þar er kalt rennandi vatn inn í húsi og vatnssalerni (án pappírs.) Hallarmúli er vestastur, ofan Skáldabúða
Gistipláss fyrir 20 manns, og gasofn og gas á ávallt að vera þar til ( látið vita ef svo er ekki) eldunarbúnaður er ekki í húsinu en vaskur er inni, 2.500,-nóttin. pr mann. og 150 pr hest.
Fólk er beðið að fara ekki með hey af öðrum svæðum vegna sauðfjárveikivarna. Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2 selur hey en líka er hægt að hafa samband við Ara B. Thorarensen arith@simnet.is
Ari B. Thorarensen tekur við bókunum. arith@simnet.is 898-9130
Klettur er vestan og innan Reykholts einnig í eigu Afréttarmálafélags Flóa- og Skeiðamanna.
Rennandi kalt vatn í húsi, vatnssalerni (án pappírs) aðeins frá húsi - sólpallur, borð og bekkir úti. Gistipláss er fyrir 20 manns, gaseldavél m/ fjórum hellum / brauðrist, vaskur inni og úti. 3.500,-nóttin. pr mann. 150, pr hest.
Fólk er beðið að hafa í huga að ekki má fara með hey þangað af hvaða svæði sem er vegna sauðfjárveikivarna. Úlfhéðinn Sigurmundsson í Haga 2 selur hey til Klettsfara og líka er hægt að hafa samband við Ara B. Thorarensen arith@simnet.is
Ari B. Thorarensen tekur við bókunum. arith@simnet.is 898-9130
Að Kletti, Hallarmúla, Hólaskógi og Gljúfurleit er vegur, þokkalegur fyrir fjórhjóladrifs farartæki.
Að Bjarnalækjarbotnum og Tjarnarveri er vegur mjög seinfarinn og krefst góðra jeppa.