Sumarfrí skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Eftir föstudaginn 2. júlí verður skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps lokuð í þrjár vikur og opnar aftur kl.8 mánudaginn 26. júlí.  Bent er á að hægt er að hafa samband við Björn Axel, starfsmann áhaldahúss, í síma 893 4426. Ef erindi eru brýn er hægt að hafa samband við oddvita í síma 895 8432.  Næsti fundur sveitarstjórnar er á dagskrá miðvikudaginn 11. ágúst.  Vanti upplýsingar eða þjónustu við fjallaskála sveitarfélagsins (Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna eða Tjarnarver) má hafa samband við Gylfa í síma 8691118.

Brú yfir Þjórsá opin fyrir gangandi og hjólandi umferð

Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu-, hjóla- og reiðbrúar yfir Þjórsá, ofan Þjófafoss hefur miðað vel. Verkefnið er hluti mótvægisaðgerða vegna stækkunar Búrfellsstöðvar samkvæmt samkomulagi við sveitarfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Um er að ræða 102 metra langa stálbitabrú með timburgólfi úr íslensku sitkagreni sem aflað var í samstarfi við Skógrækt ríkisins og Límtré Vírnet. Framkvæmdir við brúarsmíði hófust um miðjan október síðastliðinn og nú hefur sá merki áfangi náðst að brúarsmíðinni sjálfri er lokið og hægt að heimila umferð gangandi og hjólandi yfir brúna. Enn um sinn verður lokað fyrir umferð hestamanna um brúna, á meðan unnið er að aðgerðum innan virkjunarsvæðis Búrfellsstöðva, þar sem ætlunin er að halda opinni leið fyrir hestamenn um Sámsstaðamúla. Vonir standa til að hægt verði að ljúka þeim framkvæmdum síðsumars og í framhaldinu taka brúna að fullu í notkun.

Opinn bólusetningardagur fyrir Janssen bóluefnið 29.06.2021

Auglýsing frá Heilsugæslunni í Laugarási um opinn bólusetningardag

Sjá hér fyrir neðan

Rafmagnsleysi í Brautarholti í dag

Rafmagnslaust verður í Brautarholti á Skeiðum 24.06.2021 frá kl 10:00 til kl 11:00 vegna vinnu við háspennukerfi. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Suðurlandi í síma 528 9890 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Aðstoðarmatráð vantar í mötuneyti Flúðaskóla

Um er að ræða 70% starfshlutfall frá 16. ágúst 2021. Laun samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og Bárunnar. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst.

Upplýsingar veitir Jóhanna Lilja Arnardóttir skólastjóri, johannalilja@fludaskoli.is.

64. fundur sveitarstjórnar Skeiða-og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  23 júní, 2021 klukkan 14:00.

Dagskrá

Erindi til sveitarstjórnar:

Laus staða íþrótta- og tómstundafulltrúa og Verkefnastjóra Heilsueflandi samfélags

Sveitarfélögin Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leita að jákvæðum og áhugasömum einstaklingi til starfa fyrir sveitarfélögin sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og verkefnastjóri heilsueflandi verkefna sveitarfélaganna, sem öll eru Heilsueflandi samfélög skv. samningum við Landlæknisembættið.   Viðkomandi þarf að vera mjög fær í mannlegum samskiptum, tilbúinn að fást við ólík verkefni, skipulagður, lausnamiðaður og sjálfstæður í vinnubrögðum. 

Hátíðarhöld dagana 17. - 20. júní 2021

17. júní í Árnesi

Kl. 12.30 Dagskrá hefst með hefðbundnum koddaslag í Neslaug – Gefum okkur nægan tíma svo sem flestir geti reynt sig. Gengið verður svo fylgtu liði yfir í félagsheimilið Árnes (Félagsheimilið verður auðvitað opið svo þeim sem hafa minni áhuga á koddaslag og sundlaugarpartý er velkomið að setjast inn og fá sér kaffibolla áður en hátíðardagskrá hefst) 

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Zero

Sveitarfélögin Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur leita að forstöðumanni félagsmiðstöðvar Zero.  Um er að ræða 60% starf með starfstöð á Flúðum.

Starfssvið

Menntunar- og hæfniskröfur

Lausar lóðir

Lausar lóðir í Árneshverfi

Skeiða og Gnúpverjahreppur auglýsir lausar lóðir í Árneshverfi, Skeiða og Gnúpverjahrepp:

Hamragerði 1,3 og 5: Lóðirnar eru allar rúmlega 1000 m2 og á þeim má byggja einbýli á einni hæð ásamt bílskúr.