Líkamsrækt Skeiðalaugar

Líkamsrækt Skeiðalaugar

Líkamsrækt Skeiðalaugar var opnuð þann 22. maí 2023. Hún er staðsett í kjallara hússins, inngangur á bakvið fyrir neðan sundlaugina.

Aðgangur í líkamsræktina fylgir með keyptum árskortum í Skeiðalaug. Við kaup á aðgangskortum fær viðkomandi aðgangskort sem veitir aðgang að salnumá opnunartíma. Allur helsti búnaður til líkamræktar er á svæðinu, handlóð, ketilbjöllur, veggboltar, teygjur, sippubönd, stangir og rekki, hjól og róðravél svo eitthvað sé nefnt.

Stórir og rúmgóðir búningsklefar með sturtum eru á sömu hæð.

 

Verðskrá og opnunartími

Verðskrá:

Árskort einstaklinga: 35.000 kr

Árskort para/hjóna: 55.000 kr

Einstaklingar 18 ára og yngri búsett í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fá frían aðgang að líkamsræktinni.

Opnunartími:

Virka daga: 6:00 – 21:00

Helgar: 8:00 – 18:00

Börn 14 – 15 ára hafa aðeins aðgang að líkamsrækt á opnunartíma Skeiðlaugar.

 

 

Umgengnisreglur í líkamsræktinni 

 • Aðeins einstaklingar með aðgangskort hafa aðgang að salnum.
 • Passið vel upp á aðgangskortið ykkar, því þarf að skila þegar áskrift líkur.
 • Skilyrði er að ganga frá búnaði aftur á sinn stað eftir notkun.
 • Vinsamlega gangið snyrtilega um og þrífið upp eftir ykkur og gangið frá öllu.
 • Allt rusl fer í ruslatunnur og dósir í dósatunnu.
 • Fara þarf varlega í þyngdir ef æft er ein/n.
 • Gangið vel um búnaðinn og húsnæðið.
 • Búnaður má ekki vera úti á steypunni, aðeins á sérstökum útimottum, annars skemmist hann.
 • Fjarstýringu á klukkunni þarf alltaf að skila aftur í hólfið á töflunni.
 • Sýnið öðrum sem æfa í salnum virðingu, hafið tónlist í eyrunum eða í hátalara með samþykki annarra á svæðinu.
 • Börn yngri en 14 ára þurfa ávallt að vera í fylgd með fullorðnum og mega alls ekki vera eftirlitslaus.
 • Geymið útiskó, töskur og aðra fylgihluti inn í búningsklefum á meðan æfingu stendur.

 

Ef einhverju er ábótavant og þarf að láta vita af er hægt að hafa samband við umsjónaraðila hússins, einnig ef það eru einhverjar spurningar:

Viktoría Rós – sími: 772-2484 – netfang: viktoriaros@skeidgnup.is