Hvernig fæ ég tómstundastyrkinn?

Hvernig fæ ég tómstundastyrkinn?

Í janúar 2023 tók í gildi nýtt verklag varðandi tómstundastyrk Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Ekki þarf lengur að sækja um styrk á heimasíðu sveitarfélagsins heldur þurfa öll "kaup" á tómstundum að fara fram í Sportabler, þar sem allir sem rétt eiga á styrknum ættu að eiga inneign sem nemur styrk ársins og er hægt að nýta sem greiðsluleið fyrir íþróttir og tómstundir. 

Mikilvægt:
Til að hægt sé að nýta styrkinn til kaupa á tómstundum þarf að tengja þessa ákveðnu tómstund/námskeið við svokallað Hvata-kerfi sveitarfélagsins. Ef styrkurinn birtist ekki sem möguleg greiðsluleið, er mikilvægt að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins til að fá þessa tengingu áður en greitt er fyrir námskeiðið. Stefnan er því að hætta alfarið að greiða út styrk eftirá út á kvittanir. 

 

Um Sportabler

Til að skrá iðkendur og greiða fyrir námskeið, líkamsræktarkort, þátttökugjöld eða fleira, þarf foreldri að byrja á því að nýskrá sig á heimasíðu sportabler - sportabler.com  Þar sem  sveitarfélögin í uppsveitunum eru að sameinast um notkun á sportabler er gott að byrja á því að fara á síðu sem tilheyrir Heilsueflandi Uppsveitum (tengill beint þangað er hér) þar er stofnaður aðgangur og um leið og foreldri býr til sinn aðgang verður til samtengdur aðgangur fyrir ólögráða börn í þeirra forsjá.  Þegar búið er að stofna þennan aðgang á heimasíðunni og kaupa eitthvað námskeið er hægt að ná sér svo í app/smáforrit í snallsíma og stjórna skráningum og greiðslum þaðan. 

Hér má finna leiðbeiningar frá Sportabler um nýskráningu í Sportabler

Og hér eru einnig almennar leiðbeiningar um ýmislegt í Sportabler