- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
Deiliskipulag nær til afmarkaðs svæðis sem myndar heildstæða einingu, s.s. hverfi eða hverfishluta í þéttbýli, sumarbústaðahverfis eða tiltekinna húsaþyrpinga í dreifbýli. Deiliskipulag skal alltaf byggt á og vera í samræmi við stefnu í aðalskipulagi sveitarfélagsins og það skal skal sett fram með skipulagsuppdrætti ásamt skipulagsgreinargerð og gjarnan einnig á skýringaruppdráttum og skýringarmyndum.
Í deiliskipulagi eru sett inn ákvæði um byggingarheimildir og útfærslu bygginga, s.s. um hönnun, efnisnotkun, stærðir, staðsetningu og notkun húsa, og jafnframt frágang umhverfis. Í deiliskipulagi eru einnig sett inn ákvæði um lóðir og almannarými eins og götur, torg, leiksvæði og almenningsgarða í þéttbýli svo eitthvað sé nefnt.
Sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð deiliskipulags og annast skipulagsnefnd sveitarfélagsins gerð þess í umboði sveitarstjórnar. Landeigandi eða framkvæmdaraðili getur óskað eftir því við sveitarstjórn að gerð sé tillaga að deiliskipulagi eða breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað og er það algengasta leiðin við gerð deiliskipulaga. Að fengnu leyfi sveitarfélagsins gerir landeigandi eða framkvæmdaraðili síðan deiliskipulagið samkvæmt sínum aðstæðum og hugmyndum og ef sveitarstjórn samþykkir slíka tillögu að deiliskipulagi hefur sveitarstjórn þar með gert deiliskipulagið að sínu og ber ábyrgð á framfylgd þess.
Almenna reglan er sú að bygginga- og framkvæmdaleyfi skuli byggja á deiliskipulagi en framkvæmdaleyfi geta reyndar í ákveðnum tilvikum eingöngu byggt á aðalskipulagi.
Hægt er að skoða allar deiliskipulagsáætlanir sem í gildi eru innan sveitarfélagsins á þessari kortasjá. - það ergert með því að haka í skipulag og þá birtist skipulag fyrir hvert svæði sem litaðir flekar sem hægt er að smella á.
Þjórsárdalur:
Rammaskipulag um útivist og ferðaþjónustu
Árneshverfi:
Deiliskipulag
Brautarholt: unnið er að endurskoðun deiliskipulags í Brautarholti
Núgildandi deiliskipulag
Smábýlalóðir úr landi Réttarholts / Nautavað
Deiliskipulags
Á heimasíðunni www.map.is/sudurland má finna mikið af upplýsingum um deiliskipulag, breytingar á deiliskipulagi, ljósleiðara, veitur, teikningar húsa og fleira.