38. sveitarstjórnarfundur 1. feb. í Árnesi kl. 14:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 1. Febrúar 2017  kl. 14:00. Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.    Kostir og gallar sameininga sveitarfélaga. Annars vegar í Árnessyslu. Hinsvegar sveitarfélög meðfram Þjórsá auk Rangarþings Eystra. Vinna við sviðsmyndir sameiningarkosta.

Skipulagsmál - auglýsingar/kynningar

  Lýsingu má nálgast hér.

Þorrablót Gnúpverja í Árnesi 20. jan.

Þorrablót Gnúpverja verður haldið í Árnesi föstudaginn 20. janúar 2017.  Fyrsta Þorradag. Húsið opnað kl: 20:00 og dagskráin hefst kl: 20:45 Miðaverð: 6.500,- Miðapantanir: Bente s:  892 0626  Bjarni s: 862 4917Pantanir þurfa að berast fyrir þriðjudagskvöldið 17. jan. Fólk er beðið um að stilla miðapöntunum í hóf.  Afhending miða fer fram í Árnesi fimmtudaginn 19.jan milli kl. 18:00 og 20:00. Hægt er að greiða miðana með því að leggja inn á  reikningsnr:  0325-26-1243 kennitala: 181286-3699. Munið að senda kvittun á netfangið josefine@tolt.nu

Fréttabréf janúar komið út

Fréttabréf  janúar  er komið úr lesa hér Þorrablótsauglýsing á forsíðu skoðið hana. Skoðið eðluna á bak við eldvélina og  fullt af öðru efni eins og venjulega. 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 

Kveðjuhóf til heiðurs Gylfa og Pétri 12. jan. í Aratungu kl.19:00

Læknarnir í Uppsveitum Árnessýslu til meira en 30 ára, þeir Gylfi Haraldsson og Pétur Skarphéðinsson hafa nú látið af störfum. Þeir hafa verið einstaklega farsælir í sínum störfum og hlúð að heilsufari íbúanna með miklum sóma. Það má því ekki minna vera en þeir verði heiðraðir með kveðjuhófi. Hófið verður haldið fimmtudaginn 12 janúar nk. í Aratungu með fjölbreyttri dagskrá og kaffiveitingum og hefst það kl 19:00. Veislustjóri verður Halldór Páll Halldórsson rektor Menntaskólans á Laugarvatni. Við vonumst til að íbúar í læknishéraðinu sjái sér fært að mæta.

Grá hryssa í óskilum að Reykjum á Skeiðum.

Þessi hryssa er ca 10 vetra, ekki verið á járnum í sumar og  mjög spök. Hefur verið í högum Reykja um þó nokkurn tíma. Hún gæti hafa verið fædd  brún, þar sem aðeins vottar fyrir litnum í faxi og tagli og hún er frekar nett.  Eigandinn er góðfúslega beðinn um að vitja hennar og getur hringt í síma 486-6100 og fengið nánari upplýsingar. 

Lögreglustjóri með fríðu föruneyti

Sjálfur Lögreglustjórinn á Suðurlandi Kjartan Þorkelsson heimsótti sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps  miðvikudaginn 4 janúar. Með honum í för var Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi og Víðir Reynisson verkefnastjóri í Almannavörnum á Suðurlandi. Þeir félagar munu sækja allar sveitarstjórnir á Suðurlandi í á yfirstandandi vetri. Þeir greindu frá helstu verkefnum. Meðal annars  var rætt um umferðareftirlit og átak gegn heimilisofbeldi. Komið var inn á skyldur sveitarstjórnarmanna samkvæmt Almannavarnarlögum.

Gleðilegt ár allir Íslendingar

 Sveitarstjórn og starfsfólk skrifstofu Skeiða - og Gnúpverjahrepps færir íbúum Skeiða - og Gnúpverjahrepps og Íslendingum öllum til sjávar og sveita bestu óskir um farsæld á árinu 2017.  Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem var að kveðja.

Allt bendir til að  árið 2017 verði okkur gott.