Laust starf: Fulltrúi á skrifstofu sveitarfélagsins

Starf fulltrúa á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 50%
Starfssvið

Hæfniskröfur og menntun:

Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur hvetur einstaklinga óháð kyni til að sækja um ofangreind störf.

Fundarboð 43. fundar sveitarstjórnar 1. júlí 2020

Árnesi, 28 júní, 2020

43. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  1 júlí, 2020 klukkan 16:00.

Kjörfundur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 27. júní 2020

Kjörfundur vegna forsetakosninga fer fram laugardaginn 27. júní 2020.

Kosið verður í Félagsheimilinu Árnesi.
Kjörfundur hefst kl 10.00 og stendur til k. 20.00.
Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki með mynd og framvísa ef óskað er.

Skipulagsauglýsing sem birtist 18. júní 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL GRÍMSNES- OG GRAFNINGSHREPPI OG SKEIÐA-OG GNÚPVERJAHREPPIDEILISKIPULAGSMÁL  - SAMKVÆMT 41.GR. SKIPULAGSLAGA NR. 123/2010 ERU HÉR AUGLÝSTAR TILLÖGUR AÐ EFTIRFARANDI DEILISKIPULAGSÁÆTLUNUM AUK BREYTINGAR Á DEILISKIPULAGI Á GRUNDVELLI 1. MGR. 43. GR SÖMU LAGA:Kringla 4 L227914 – Frístundabyggð – Deiliskipulag 

Laus er staða grunnskólakennara í Þjórsárskóla frá 1. ágúst 2020

Laust eru til umsóknar hlutastarf,  grunnskólakennara í þjórsárskóla. Um er að ræða  4 kennslustundir á viku í náttúrurfræði. Við leitum að metnaðarfullum, sjálfstæðum og áhugasömum grunnskólakennara. Góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg. Staðan er laus frá 1. ágúst 2020. Umsóknarfrestur til 30. júní 2020.

Gleðilega hátíð og dagskrá hátíðarhaldanna í Árnesi er hér

Hátíðarhöld í Árnesi 17. júní 2020
Kl. 14.00 – koddaslagur og sprell í Neslaug.

Nýr starfsmaður - Aðalbókari og launafulltrúi

Sylvía Karen Heimisdóttir hefur verið ráðin aðalbókari og launafulltrúi hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún hefur þegar hafið störf. Sylvía er viðskiptalögfræðingur að mennt með framhaldsmenntun í alþjóðaviðskiptum. Hún hefur auk þess lokið námi sem viðurkenndur bókari. Síðastliðin 13 ár hefur Sylvía starfað í höfuðstöðvum Íslandsbanka. Sylvía tekur við starfinu af Þuríði Jónsdóttur sem brátt lætur af störfum eftir 25 ár í starfinu. Við bjóðum Sylvíu Karen velkomna til starfa og væntum góðs af hennar störfum.   Sveitarstjóri

Framlagning kjörskrár fyrir forsetakosningarnar 27. júní 2020

Kjörskrá fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp vegna forsetakosninga sem munu fara fram 27. júní næstkomandi liggur frammi, almenningi til sýnis á opnunartíma skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi  frá og með 16. júní nk. til og með 26. júní. 

Opnunartími skrifstofu: 09 -12 og 13 - 15 mánudaga til fummtudaga  og 09 - 12 föstudaga.

42. sveitarstjórnarfundur boðaður 10. júní kl. 16:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  10 júní, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá:

1. Ársreikningur 2019 síðari umræða

2. Útboð vikurnámur  við Búrfell frestur til 15.06.2020

3. Minjastofnun bréf  um skipulag um Stöng Þjórsárdal 

Sundnámskeiðið í Skeiðalaug fellur niður í dag.

Því miður fellur sundnámskeiðið niður í dag, miðvikudaginn  10. júní, sem vera átti í Skeiðalaug.