Sveitarstjórnarfundur nr. 44. 1 ágúst 2017

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 1 ágúst 2017  kl. 08:00.

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Rauðikambur ehf- Viljayfirlýsing um samning um svæði í þjórsárdal.

2.     Stækkun friðlands í Þjórsárverum.

Skrifstofan hefur opnað aftur eftir sumarleyfi starfsmanna

Skrifstofa sveitarfélgasins er opin nú eins og venjulega  kl. 09:00 -12:00 og 13:00 - 15:00 mánudaga  - fimmtudaga. Einnig er opið á föstudögum kl. 09:00 -12:00. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426 og þar eru teknar pantanir í fjallaskálana Gljúfurleit, Bjarnarlækjarbotna og Tjarnarver  til 09. ágúst.-, síminn er 893-4426.   Bókanir í Félagsheimilið Árnes eru teknar  í síma  486-6044 og bókanir fyrir Félagheimilið Brautarholt   í síma 898-9172.

Fylgigöng vegna sveitarstjórnarfunda aðgengileg á vef

Glöggir lesendur vefs Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa eflaust tekið eftir að fylgigögn vegna þeirra mála sem tekin eru til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundum eru nú aðgengileg á vefnum. Þau eru staðsett neðan við hverja fundargerð. Auk þess eru sett  þar inn skjöl vgna mála til kynningar. 

Gögnin eru sett inn á vefinn í beinu framhaldi af því að fundargerðin er sett þar inn.  Þetta á við um öll mál, nema tilkomi að sérstakur trúnaður þurfi að ríkja um mál.