Gaskútaþjófar

Nágrannavarsla
Nágrannavarsla

Borið hefur á því að gaskútum sé stolið í sumarhúsahverfum hér í uppsveitum Árnessýslu og hafa þjófarnir m.a. lagt leið sína hingað í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Við hvetjum því alla sem geta  til að ganga vel frá gaskútum þegar bústaðir eða heimili eru mannlaus og allir hvattir til að hafa augun hjá sér ef vart verður við dularfullar mannaferðir.