Vissir þú að, ekki má henda.....

Vissir þú að:  Ekki má henda: tannþræði, lyfjum, blautþurrkum, smokkum, dömubindum, tyggjói, hári, bleyjum, gullfiskum, kreditkortum, leikföngum eða öðru rusli í klósettið.   Í Uppsveitum Árnessýslu er rotþró við hvert hús eða hús tengd skolpkerfi sem svo tengist við hreinsistöð sem safnar seyrunni. Sorpið sem fer í klósettið fer sömu leið og safnast þar saman og fer síðan beina leið í skólphreinsibílana sem safna saman seyrunni. Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa sameinast um að nýta seyruna sem safnast saman til uppgræðslu á afgirtum afrétti, en þetta er gert í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og hefur þegar gefið góða raun.  Vandinn við þetta er allt sorpið sem berst með og sérstaklega blautþurrkurnar sem notaðar eru til þrifa og ýmissa annarra verka. Aðeins næst að hreinsa hluta af þessu rusli frá seyrunni og fer því hluti af ruslinu alla leið í gegn.  Vegna þessa má líkja því að henda sorpi í klósettið við það að henda því á víðavangi!!  Með kveðju. Tæknisvið Uppsveita Árnessýslu.

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg lýsing á skipulagsáformum ásamt matslýsingu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.  Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá. Sveitastjórnir Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa samþykkt að kynna lýsingu vegna áforma um deiliskipulag fyrir Hvammsvirkjun. Framkvæmdasvæði Hvamm­svirkjunar er í báðum sveitarfélögunum.  Stöðvarmannvirki verða í landi Hvamms í Rangárþingi ytra, en stíflumannvirki og lón munu taka yfir land í ofanverðri Landsveit og í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi. Ofantalin lýsing er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúum ofangreindra sveitarfélaga, og á heimasíðum sveitarfélaganna Rangárþings ytra, www.ry.is og Skeiða- og Gnúpverjahreppur www.skeidgnup.is  Kynningu lýkur miðvikudaginn 4. nóvember, klukkan 15.00.

Síðasti dagur að skila inn tillögu að nafni 20. október.

Í dag, þann 20. október  er síðasti dagur til þess að skila inn tillögu að nýju nafni á sveitarfélagið. Koma má með tillögur á skrifstofu í Árnesi  til kl. 16:00 og ef tillaga  er send með Íslandspósti  miðast móttaka við stimpil á umslagi.   Einnig mun sveitarstjóri taka við tillögum eftir lokun skrifstofu til kl. 22:00 í kvöld og má þá hafa samband við hann í  síma 861-7150. 

Mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar - skýrsla

Á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi  frá kl. 09-12 og 13-15 mánudaga - fimmtudaga og föstudaga kl. 09 12  liggur frammi skýrsla um mat a umhverfisáhrifum Búrfellslundar. Skýrsluna er hægt að lesa þar.

Tímabundin kennsla við Flúðaskóla - enska

Flúðaskóli auglýsir eftir enskukennara í 50 % starf í 6 vikur frá og með 19. október 2015. Um er að ræða 10 kennslustundir í ensku á yngsta – og miðstigi og 3 kennslustundir stuðningskennsla. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pétursdóttir skólastjóri í síma 480 6610 eða í tölvupósti gudrunp@fludaskoli.is

Leikskólakennara vantar í Leikholt frá og með 1. nóv. 2015

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara frá og með 1. nóvember 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Kaldavatnsveitan í Árnesi komin í lag, að hluta

Kaldavatnslaust var í Árnesveitu vegna bilunar í dælu en er nú komið að mestu aftur.

Viðgerð  er lokið  í bili og   beðist er velvirðingar á þeim óþægindum  er af þessu hlutust en einhverjir mega þó enn búa við lélegan þrýsting  en vonandi verður það þó ekki mjög lengi en gæti orðið fram á morgundaginn. 

Leikskólakennara vantar í Leikholt frá og með 1. nóv. 2015

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara frá og með 1. nóvember 2015. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum.

Menntun og hæfniskröfur:

Meginverkefni:

Frekari upplýsingar veitir Elín Anna Lárusdóttir, sími 486-5586/895-2995 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið leikskoli@skeidgnup.is.