Jólaopnun í sundlaugum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Skeiðalaug verður lokuð á þorláksmessukvöld en í staðin verður hún opin á aðfangadag kl. 10 - 14. Boðið verður uppá kaffi, piparkökur og safa og frítt er í sund. Að öðru leiti er opnunartími Skeiðalaugar óbreyttur yfir hátíðar.

Neslaug verður lokuð á jóladag og nýársdag. Annars óbreyttur opnunartími yfir hátíðar. 

Desember Gaukur

Desember Gaukurinn tilbúinn 

Laust starf í Leikholti

Auglýsing eftir starfsmanni í eldhús/ræstingar

Leikskólinn Leikholt auglýsir eftir starfskrafti í eldhús/ræstingar. Um er að ræða 90% starf með vinnutímann 9:00-16:00 (eða 10:00-14:00 og svo þrif eftir lokun), þar sem tekið er á móti matnum sem kemur frá Árnesi, framreitt og gengið frá, einnig er húsið ræst. Laun samkvæmt kjarasamningum. Starfsmaður þarf að geta byrjað að vinna frá og með 3. janúar  2022.

Molar inn í helgina

Íslenska Gámafélagið hefur átt í erfiðleikum með að halda áætlun undanfarið, aðallega vegna færðar. Flestar ferðir sem voru á áætlun í vikunni ættu þó að vera búnar nema græna tunnan í Gnúpverjahrepp, hún verður því miður að bíða fram yfir helgi. Í næstu viku er á dagskrá hjá þeim að sækja rúlluplast í Gnúpverjahrepp - þar sem ferðir þeirra ráðast svona mikið af færð þá getur verið að þeir færi þá ferð til, þeir ætluðu að reyna að muna eftir að láta vita hingað ef dagsetningin breytist frá áætlun og við setjum þá inn tilkynningu.
 
Nú hafa verið settar upp grenndarstöðvar í Árnesi og Brautarholti. Þar er hægt að losa sig við almennt sorp, plast, pappír, gler og málma allan sólarhringinn.
 
Gaukurinn verður gefinn út eftir helgi - ef íbúum liggur eitthvað á hjarta má endilega senda inn greinar, auglýsingar eða annað.
 
Hér í Árnesi er ýmislegt um að vera um helgina, jólamarkaður fá kl. 11 sjá hér fyrir neðan
og jólahuggulegheit annað kvöld, hvort tveggja auglýst nánar á íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps á facebook.
 
Njótið aðventunnar.