Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða

Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í Selinu við Engjaveg  (við hliðina á íþróttavelli) eftirtalda daga: Þriðjudaginn 2. des. frá kl. 10-14. Miðvikudagur 3. des frá kl. 10-14.Prestar í Árnessýslu, utan Selfoss, taka einnig við umsóknum og koma áfram til Sjóðsins. Umsækjendur þurfa að leggja fram gögn um mánaðarlegar tekjur (vinnulaun, tekjur frá TR, fæðingarorlof, barnabætur, atvinnuleysisbætur) og gjöld (leiga/afborgun af húsnæði, rafmagn og hiti, sími og net, útgjöld v. barna, bíll, tryggingar...).  Úthlutað verður úr sjóðnum  18 og 19 desember. Sjóðurinn góði.

Grænfáninn afhentur Þjórsárskóla í sjötta sinn

Þjórsárskóli fékk í dag 25. nóvember Grænfánann afhentan í sjötta sinn. Það er viðurkenning sem Landvernd veitir fyrir góða frammistöðu í umhverfisvernd. Samhliða því var undirritaður samningur milli skólans og  Skógræktar ríksins um samstarf til næstu þriggja ára. Af þessu tilefni héldu nemendur og starfsfólk skólans hátíð.  Skólar á grænni grein eða  Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt verkefni sem hefur þann tilgang að auka umhverfismennt nemenda og styrkja umhverfisstefnu í skólum landsins. Verkefninu er stýrt hér á landi af Landvernd. Þegar skólar hafa uppfyllt viss skilyrði er þeim heimilt að flagga Grænfánanum í tvö ár eftir það. Ef skólar viðhalda góðu starfi á sviði umhverfismála áfram fá þeir endurnýjað leyfi til að flagga fánanum. Víða í Evrópu er Grænfáninn virtur sem tákn um umhverfisstefnu og árangursríka fræðslu á því sviði.

Stígagerð við Hjálparfoss

Að undanförnu hafa staðið yfir framkvæmdir við byggingu veglegra gangstíga og útsýnispalla við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Því verki er nú lokið og er umhverfið við fossinn nú mun betur undir gestagang búið en áður. Það er mál manna að vel hafi til tekist. Það er byggingafyrirtækið Þrándarholt sf sem hefur annast framkvæmdirnar undir stjórn Arnórs Hans Þrándarsonar húsasmiðs. Hönnuðir stíganna voru arkitektarnir Eyrún Þórðardóttir, María Gunnarsdóttir og Gísli Gíslason.

Fréttabréf nóvember 2014

 Nú er Fréttabréfið  fyrir nóvember komið hingað á vefinn og heilmikið að lesa hér. Fréttabréfið kom út Fréttabréf nóvember 2014. Þar má að vanda finna margs konar efni, upplýsingar og auglýsingar sem tengjastg sveitarfélaginu og okkar nánasta umhverfi.