Ný gjaldskrá Hitaveitu Brautarholts

Á 58. fundi Sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps þann 24. mars sl. var lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá Hitaveitu Brautarholts. Gjaldskráin sem áður var í gildi hefur verið óbreytt frá árinu 2010. Breytingin, sem samþykkt var á fundinum, tekur mið af breytingu á vísitölu frá árinu 2010 og verðskrám annarra hitaveitna og tekur gildi þann 1. maí nk. Nýja gjaldskrá má finna hér  

Kaldavatn Árnessvæði - viðgerðir mánudag 29 mars og 30 mars.

Þessa dagana hefur borið á vandamáli með kaldavatnsöflun á Árnessvæðinu.  Vatnið er lagt frá lind í Lækjarbrekku og er forðabúrstankar í landi Hamra skammt ofan við Árneshverfið.  EInhversstaðar er leki sem verið að að leita að.

Næstkomandi mánudag 29. mars og þriðjudag 30. mars verður unnið að viðgerðum.  Á þeim dögum má búast við að skrúfa þurfi fyrir lögnina af þessum sökum.  Það getur orðið af og til eða jafnvel samfellt á bilinu kl 8 -16:00. 

Starfsleyfi til kynningar - Svínabú í Haga

Í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit m.s.br., eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HSL) að Austurvegi 65 á Selfossi:

Hertar sóttvarnaaðgerðir

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum tóku í gildi hertar sóttvarnareglugerðir á miðnætti. Sundlaugarnar okkar eru því lokaðar, Grunnskólinn kominn í snemmbúið páskafrí, 7. bekkur sem var í skólabúðunum á Reykjum er á leiðinni heim og ýmsum viðburðum sem halda átti hér í Árnesi hefur verið aflýst eða frestað. Nákvæmar leiðbeiningar um þær reglur sem eru í gildi og hversu lengi þær gilda má finna hér.

Gaukurinn í mars 2021

Gaukurinn - hlaut flest atkvæði sem nafn á rafrænu fréttabréfi og hér er kominn Gaukur marsmánaðar

58. fundur sveitarstjórnar 24 mars 2021

58. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  24 mars, 2021 klukkan 16:00.

Skipulagsauglýsing v. Hvammsvirkjunnar

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst sameiginleg tillaga að deiliskipulagi fyrir Hvammsvirkjun

Hvammsvirkjun, deiliskipulag virkjunar í Þjórsá.

Bæklingur um meðferð rúlluplasts

Alltaf annað slagið lenda starfsmenn Íslenska Gámafélagsins í vandræðum með að sækja rúlluplast heim á bæina. Félagið gaf á síðasta ári út góðan bækling um meðferð og frágang á rúlluplasti sem finna má hér (og vistaður er undir þjónusta - Sorpmál hér á síðunni)

Fundarboð 57. fundar sveitarstjórnar 3.mars 2021

57. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  3 mars, 2021 klukkan 16:00.