Ný uppfærsla - spurt og svarað um COVID-19

Spurt og svarað um COVID-19  Sérfræðingar frá embætti landlæknis voru að uppfæra spurt og svarað inn á Covid.is -  Við hvetjum ykkur til að skoða þá síðu.

Með bestu kveðju.
Almannavarnir

38. Sveitarstjórnarfundur haldinn 1. apríl - fjarfundur kl. 16:00

Árnesi, 30 mars, 2020 38. Sveitarstjórnarfundur  Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Boðað er til 38. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps. Fundurinn verður haldinn með Teams fjarfundarbúnaði. 1 apríl, 2020 klukkan 16:00.

Covid -19 - hertar aðgerðir - lokun skrifstofu og sundlauga

Ákveðið hefur verið að loka sundlaugunum  frá og með 23. mars. Gámasvæðin eru lokuð sömuleiðis en hægt er eins og venjulega að fara inn með heimilissorp í minniháttar umbúðum á öllum tímum sólarhringsins. Ef fólk vill fara í stórtiltektir hjá sér er bent á að  hægt er  að fá gám heim á hlað í þrjá daga. - frítt.  Hafið samband við skrifstofuna um það.

Engin þjónusta á gámasvæðunum en hægt að fara með lítilsháttar heimilissorp þangað

Gámasvæðin eru lokuð í ljósi aðstæðna en hægt er að fara með lítilsháttar heimilissorp þangað og viljum við beina þeim tilmælum til fólks að það reyni að fara sem minnst  á gámasvæðin á meðan þessar fáheyrðu aðstæður eru uppi. Einnig benduum við á að ekki er hægt að setja föt í Rauðakross gámana. Meðf eru leiðbeiningar frá Íslenska gámafélaginu um hvernig best sé að haga sér í sambandi við sorp.

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn 1. apríl n.k

Samkvæmt venju hefði sveitarstjórnarfundur átt að vera haldinn  þann  18. mars. Í ljósi aðstæðna er fundinum frestað til 1. apríl n.k. og erindi fyrir hann þurfa að berast í síðasta lagi þann 27. mars. 

Með bestu kveðju.

Sveitarstjóri.

Hertar aðgerðir vegna COVID-19 veirunnar

Heilbrigðisráðherra mun birta í Stjórnartíðindum nýja auglýsingu um takmörkun á samkomum í stað þeirrar eldri sem fellur þar með úr gildi. Gildistími verður óbreyttur, þ.e. til 12. apríl næstkomandi. Takmörkunin tekur til landsins alls. Stjórnvöld endurmeta takmörkunina eftir því sem efni standa til, hvort heldur til að aflétta henni fyrr, eða framlengja gildistímann.

Velferðarþjónusta Árnesþings – afgreiðsla meðan á samkomubann stendur

Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir.

Uppsveitir s. 480-1180

Barnavernd-  Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.

Lilja Loftsdóttir markavörður Árnessýslu

Stjórn Héraðsnefndar Árnesinga hefur samþykkt að skipa Lilju Loftsdóttur á Brúnum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í stöðu Markavarðar Árnessýslu.

Hjónaballi frestað um óákveðinn tíma.

Hjónaballsnefndin hefur ávkveðið að fresta fyrirhguðu hjonaballa um óákveðinn tíma vegna Covid 19 veirunnuar. En til stóð að ballið yrði þann 28 mars nk. 

Stefnt er ákveðið að því að hjónaballið verði haldið eins fljótt og aðstæður leyfa. 

Þeir sem þegar hafa greitt miðana  munu fá endurgreitt

Nánar verður tilkynnt þegar ákvörðun um nýja tímasetningu liggur fyrir

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál.

Samkvæmt  2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: