Kjörfundur 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti kl. 10- 18

Kosning um nafn á sveitarfélagið verður þann 9. janúar í Bókahúsinu Brautarholti. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 18:00. Hafið skilríki tiltæk á kjörstað. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á opnunartímum skrifstofunnar í Árnesi fyrstu viku ársins þ.e. mánudag - fimmtudags kl. 09 -12 og 13-15 og föstudaginn 8. jans kl. 9- 12. Örnefnanefnd hefur kveðið upp úrskurð um hver þeirra átta nafna sem tillögur bárust um sé heimilt að nota. Einu nafni var hafnað, Vörðubyggð.

Nýárskveðja og opnunartími skrifstofu

Skrifstofa sveitarfélagsins í Árnesi verður lokuð á gamlársdag og  opnað aftur  þann 4. janúar 2016 kl. 09:00 og þá opið með venjubundnum hætti. Ef neyðartilvik koma upp er sími sveitarstjóra 861-7150.  -  Bestu óskir um farsæld á nýju ári og þökk fyrir samskiptin á árinu 2015.

Sveitarstjórn  og starfsfólk Skeiða - og Gnúpverjahrepps.

Akstur Strætó yfir jól og áramót 2015-2016

Brunavarnaáætlun fyrir Árnessýslu undirrituð

Brunavarnaáætlun Brunavarna Árnessýslu var undirrituð föstudaginn 11. desember í sal slökkviliðsins í Björgunarmiðstöðinni. Það voru sveitarstjórar í sýslunni eða fulltrúar þeirra ásamt formanni fagráðs BÁ, forstjóra Mannvirkjastofnunar og settum slökkviliðsstjóra BÁ Selfossi sem munduðu pennann af því tilefni. Áætlunin er búin að vera í vinnslu um allnokkurt skeið. Fyrir undirritun áætlunarinnar var hún tekin fyrir af öllum sveitarstjórnum í Árnessýslu þar sem hún hlaut samhljóða samþykki. Brunavarnaáætlun er grunnur að gæðastjórnun og jafnframt úttekt á starfseminni og reglugerð til notkunar fyrir þá sem ábyrgð bera á brunavarnamálum sveitarfélaganna sem að áætluninni standa. Sveitarstjóri.  Brunavarnaáætlun. Lesa hér

Kosning hafin utan kjörfundar um nafn sveitarfélagsins

Kosning er nú hafin, utan kjörfundar, um nafn á sveitarfélagið, á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í Árnesi (mánud.—fimmtud. kl. 09-12 og 13-15 og föstud. kl. 09-12)og stendur hún  frá 15. desember til og með föstud. 8. janúar 2016. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni á sama tíma. Kjörfundur verður laugardaginn 9. janúar 2016 kl.10 -18 í Bókasafninu  í Brautarholti. Sömu reglur gilda um þessar kosningar og þegar kosið er til sveitarstjórnar.

Íbúafundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Þjórsá, 12. desember 2015 - skráning

Ekki tókst að halda íbúafund um samfélagsleg áhrif virkjana síðasta laugardag vegna veðurs. Nýr fundartími er kl 11:00-14:00 á laugardaginn næstkomandi, þann 12. desember. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (sjá www.ramma.is). Íbúum Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps er boðið til fundarins og stefnt er að því að ræða ýmis samfélagsleg áhrif virkjana.

Fréttabréf desember 2015 komið út

Fréttabréf desember er komið út  LESA HÉR   Meðal efnis: Pistill frá oddvita og sveitarstjóra, auglýsingar um fjölskylduhátíð Landstólpa, kosningar, skötuveislu, jólaball, hattaball og margt  fleira.  Aðsend grein um virkjanir, Smárafréttir og fleira. Gleðilega hátíð. 

Skólahald í Þjórsárskóla fellur niður í dag, þriðjudag 8. desember

Ákveðið hefur verið að fella niður skólahald í Þjórsárskóla í dag, þriðjudaginn 8. desember. Einnig er Leikskólinn í Brautarholti lokaður í dag, 8. desember. Allt verður vonandi með eðlilegum hætti miðvikudaginn 9. desember.

Viðvörun og veðuspá dagsins frá Veðurstofunni

Veðurstofan hefur sent frá sér meðfylgjandi Viðvörun (sjá viðhengi). Veðurspá og  viðvörun sjá hér   Veðurstofunni, sunnudaginn 6. desember 2015 kl. 12:00 Langt suður í hafi er nú lægð í myndun. Hún dýpkar með eindæmum hratt í nótt og er þrýstingi í miðju hennar spáð 944 mb seint annað kvöld og á hún þá að vera stödd suður af Reykjanesi. Á þeirri stundu verður 1020 mb hæðarhryggur skammt N af Scoresbysundi á austurströnd Grænlands og heldur hann á móti lægðinni. Saman valda þessi tvö veðrakerfi vindstyrk af styrk ofsaveðurs eða fárviðris yfir Íslandi.

Spáð ofsaveðri með ströndinni á föstudag

Bakvakt almannavarnadeildar vekur athygli á spá veðurstofunnar, sjá tilkynningu Veðurstofunnar í viðhengi. Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi:  Viðvörun:  Búist er við stormi (meðalvindi yfir 20 m/s) á landinu síðdegis á morgun ( föstudag) og ofsaveðri (meðalvindi yfir 28 m/s) við Öræfajökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjöll og í Vestmannaeyjum.