Byggðasamlög og sameiginleg verkefni

Ýmis verkefni og hlutverk sveitarfélagsins eru unnin í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Hér fyrir neðan má sjá okkar helstu samstarfsverkefni og tengla inn á frekari upplýsingar um þau. 

 Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings hefur það hlutverk að veita þverfaglega og samræmda velferðarþjónustu til einstaklinga og fjölskyldna. Sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð, þjónustu við fatlað fólk og aldraða, barnavernd og aðra faglega þjónustu til stofnanna og félagasamtaka á svæðunum.  Starfsstöð Skóla og velferðarþjónustu Árnesþings er staðsett í Hveragerði. Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings

 Bergrisinn er byggðasamlag 13 sveitarfélaga, allt austur í Skaftárhrepp, sem sér um skipulag og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk sem á lögheimili í þessum sveitarfélögum. Bergrisinn er ekki með eiginlega heimasíðu en samþykktir Bergrisans má finna hér.

Umhverfis- og tæknisvið uppsveita er byggðasamlag 6 sveitarfélaga og hefur það hlutverk að annast lögbundið verkefni byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa. Starfsstöð UTU er á Laugarvatni.  Umhverfi- og tæknisvið Uppsveita

 

Héraðsnefnd Árnesþings er byggðarsamlag   9 sveitarfélaga í Árnessýslu. Héraðsnefndin er yfirstofnun yfir nokkrar aðrar stofnanir: Héraðsskjalasafn Árnesinga, Listasafn Árnesinga, Byggðasafn Árnesinga, Brunavarnir Árnesinga, Tónlistarskóli Árnesinga og Almannavarnir.  Héraðsnefnd Árnesinga

 

Seyruverkefnið er samstarf 6 sveitarfélaga um losun rotþróa á svæðinu. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Landgræðsluna og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands þar sem hluti af því er móttökustöð fyrir seyru á Flúðum, en seyran er síðar notuð til uppgræðslu. Verkefnisstjóri verkefnisins sér um allt er við kemur hreinsun rotþróa og er með starfsstöð í Aratungu í Bláskógabyggð.  Seyruverkefnið