Auglýst eftir umsjónarmanni og starfsmönnum vinnuskóla sumarið 2021

Brautarholt
Brautarholt

Auglýsing eftir umsjónarmanni vinnuskóla:

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir umsjónarmanni með vinnuskóla sveitarfélagsins og önnur tilfallandi verkefni. Ráðningartími er frá og með 1 júní til og með 20. ágúst 2021.

Helstu verkefni:

Umsjón og verkstjórn í vinnuskóla ungmenna.

Tilfallandi verkefni í áhaldahúsi og á sorpgámasvæði.

Hæfniskröfur:

Lipurð í samskiptum

Stundvísi

Hreint sakavottorð

Ökuréttindi BE sem veitir réttindi til að stjórna ökutæki með kerru allt að 3.500 kg

Laun greidd samkvæmt kjarasamningum FOSS. Umsókn þarf að berast í síðasta lagi 30. Apríl 2021 

 

Auglýsing um vinnuskóla sveitarfélagsins

Ungmennum með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi fædd 2006 og 2007 gefst kostur á að starfa í Vinnuskóla sveitarfélagins í sumar.   Vinnuskólinn hefst 7. júní og stendur í um það bil 9 vikur eða til og með 5. Ágúst.  Unnið verður fjóra daga í hverri viku, mánud.—fimmtud. Kl. 08:00 - 14:00. Skylt er þó að taka frí eina viku á tímabilinu.   Hámarksfjöldi vinnufólks í einu er átta. Ef fjöldi vinnufólks verður meiri, verður starfstíminn skipulagður með það í huga. Í ágúst gefst þeim kostur sem hafa áhuga, að vinna eftir samkomulagi.  Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti í kaffitíma fyrir hádegi. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skráning fer fram hjá Hrönn Jónsdóttur á skrifstofu, netfang hronn@skeidgnup.is sími 486-6100