Hreinsunarátak í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Hreinsunarátak verður í sveitarfélaginu frá 1 – 17. júní næstkomandi.

Snyrtimennska er stór þáttur í vellíðan íbúa og gesta sem ber að garði. Fegrun umhverfis er víð eitt af föstum liðum vorsins.

Almennt er umhverfið hér í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til sóma. En alltaf má gera gott enn betra.

Íbúar, fyrirtæki, sumarbústaðaeigendur og aðrir eru hvattir til að leggja átakinu lið.

Kennari óskast

Grunnskólakennari í Þjórsárskóla

í  Þjórsárskóla er laus 100% staða umsjónarkennara á yngra stigi

Meðal kennslugreina : Heimilisfræði í 1-7 bekk.

Umsóknarfrestur til og með 5. júní 2019.

Nánari upplýsingar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri sími 895 9660

netfang : bolette@thjorsarskoli.is

Skólaakstur- verktaki óskast

Skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Óskað er eftir verktaka í skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skólaárin 2019-2020 og 2020-2021.

Um er að ræða akstursleið í dreifbýli frá bæjum af efri hluta Skeiðasvæðis fremri hluta Gnúpverjasvæðis að Þjórsárskóla. Ekið er að morgni og heim aftur síðdegis á starfstíma skólans. Auk þess tekur verktaki að sér annan tilfallandi akstur í tengslum við skóla eða tómstundastörf.

Fundarboð 21. fundar sveitarstjórnar. 15. maí

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 15. maí 2019  kl. 09:00.

Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar.

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri.

Vinnuskóli Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2019

Ungmennum, með lögheimili í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem fædd eru 2004 og 2005 gefst kostur á að starfa í Vinnuskóla sveitarfélagins í sumar. Vinnuskólinn hefst 5. júní og stendur í um það bil 9 vikur eða til og með 1. Ágúst.  Unnið verður fjóra daga í hverri viku, mánud.—fimmtud. Kl. 08:00 - 14:00. Skylt er að taka frí eina viku á tímabilinu. Hámarksfjöldi vinnufólks í einu er átta. Ef fjöldi vinnufólks verður meiri, verður starfstíminn skipulagður með það í huga. Í ágúst gefst þeim kostur sem hafa áhuga, að vinna eftir þörfum og samkomulagi. Heitur matur er framreiddur í hádeginu en koma þarf með nesti í kaffitíma fyrir hádegi. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skráning fer fram hjá Ara Einarssyni umsjónarmanni vinnuskólans, netfang ari@skeidgnup.is sími 893-4426 eða á skrifstofu netfang skeidgnup@skeidgnup.is sími 486-6100.
 
Sveitarstjóri 
 

Fréttabréf maí 2019

Fréttabréf maí 2019 er komið út fullt af góðu efni og það er komið á vefinn. Það má finna hér

Lesið og njótið.