Aðventusamkoma í Árnesi

Það var ljúf stemningin á aðventusamkomu í félagsheimilinu Árnesi þann 1. desember. Sr.Óskar sóknarprestur stýrði samkomunni af röggsemi. Sr Kristján Björnsson vísglusbiskup í Skálholti var ræðumaður, nemendur í Þjórsárskóla fluttu helgileik. Tilvonandi fermingarbörn fluttu einnig atriði. Kirkjukór Ólafsvalla- og Stóra-Núpssókna sungu nokkra jólasálma. Sóknarnefndir buðu öllum viðstöddum upp á myndarlegt veislukaffi að dagskrá lokinni. Samkoman var fjölmenn, nánast húsfylli. 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi,
Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál.
Samkvæmt  1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt lýsing að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

Kynnt er skipulags- og matslýsing vegna Árgils, L167054, í Bláskógabyggð. Breytingin fellst í að hluti verslunar- og þjónustusvæðis (VÞ18) sem er um 11 ha að stærð, verði minnkað um 2 ha og þeirri landnotkun breytt í landbúnaðarland.

Íbúðir rísa við Bugðugerðið

Það er tilefni til að gleðjast yfir því að íbúðum er fjölga í sveitarfélaginu. Þessa helgina voru sperrur reistar á þriggja íbúða raðhúsi við Bugðugerði 9 í Árneshverfi. Það er fyrirtæki Þrándarholtsbræðranna Arnórs og Ingvars, Þrándarholt sf sem stendur fyrir verkefninu. Tvær íbúðanna eru 100 fermetrar og ein 70 fermetrar.

Umsóknir í húsfriðunarsjóð

Auglýst eftir umsóknum í húsafriðunarsjóð
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020.

Skrifstofustjóri óskast til Umhverfis og tæknisviðs Uppsveitanna (UTU)

Skrifstofustjóri ber ábyrgð á rekstri og stjórnun skrifstofu embættisins sem staðsett er á Laugarvatni. Skrifstofustjóri starfar sjálfstætt að því að leysa störf sín farsællega og af nákvæmni. Skrifstofustjóri er andlit embættisins gagnvart þeim sem leita eftir upplýsingum eða þjónustu og ber ábyrgð gagnvart stjórn UTU í öllum störfum sínum og ákvörðunum.
 
Starfslýsing
• Umsjón með útsendingu og móttöku reikninga
• Gerð uppgjörs í samvinnu við umsjónarsveitarfélagið
• Samskipti og uppgjör vegna sameiginlegs reksturs sveitarfélaga
• Undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar í samstarfi við sveitarstjóra
• Undirbúningur ársreiknings
• Samskipti við þjónustuaðila s.s. vegna upplýsingatæknimála
• Umsjón með efni á heimasíðu og Facebooksíðu embættisins
• Innkaup á rekstrar- og viðhaldsvörum
• Önnur tilfallandi verkefni
 
Hæfniskröfur
• Menntun á sviði viðskipta eða fjármála og/eða mikil reynsla af sambærilegum störfum
• Stjórnunarreynsla
• Þekking á skjalavörslu
• Sterk kostnaðarvitund
• Rík samskiptafærni og þjónustulund
• Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
• Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi
• Góð íslenskukunnátta sem og góð færni í ensku
• Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystems kostur
 
Umhverfis og tæknisvið Uppsveitanna (UTU) er skrifstofa skipulags- og byggingarfulltrúa fimm hreppa  í uppsveitum Árnessýslu og Ásahrepps í Rangárvallasýslu. Um nokkurra ára bil var tæknisvið hjá stofnuninni en nú er stafsemin eingöngu bundin við skipulags- og byggingarfulltrúa. Hjá embættinu starfa tíu manns og fer starfsemin að mestu leyti fram á Laugarvatni. Mörg sumarhús eru á svæðinu og einkennir það starfsemi UTU umfram önnur skipulags-  og byggingarembætti á landinu.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
 
UTU býður starfsmönnum: • Fjölbreytt starf • Náttúrufegurð allt í kringum skrifstofuna • Tækifæri til að sækja námskeið.
 
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is   -   Umsóknarfrestur til og með 25. nóvember nk.

Viljayfilýsing um húsnæðisuppbyggingu

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristófer Tómasson, sveitarstjóri skrifuðu þann 18. nóvember sl. undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að húsnæðisuppbyggingu í Árnes- og Brautarholtshverfum. Með því verður unnið að fjölgun leiguíbúða í sveitarfélaginu en leiguhúsnæði skortir mjög í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fyrsti þáttur verkefnisins felur í sér aðkomu Íbúðalánasjóðs að fjármögnun byggingar á allta að fimm íbúðum í þéttbýliskjörnunum. Mjög þarft er að nýtt húsnæði rísi í sveitarfélaginu, ekki síst í ljósi íbúafjölgunar sem væntingar standa til að verði í sveitarfélaginu á næstu misserum í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu Hálendisbaðanna í Þjórsárdal. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljóna króna styrk til þróunar þess. Styrkurinn er veittur sem hluti af sérstöku tilraunaverkefni sjóðsins, sem snýr að því að örva húsnæðisuppbyggingu utan suðvesturhorns landsins og bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni.

Fundarboð 32. fundar sveitarstjórnar 20. nóvember 2019

32. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  20 nóvember, 2019 klukkan 08:30.

Dagskrá

Fullkominn vegur að Hjálparfossi

Þessa dagana er verið er að leggja síðustu hönd á nýjan veg að Hjálparfossi. Vegurinn er hinn glæsilegasti, rammlega upp byggður, breiður og lagður bundnu slitlagi. Hið mesta prýði. Afleggjarinn tengist Þjórsárdalsvegi nokkru vestar en sá gamli. Auk þess hefur verið sett upp salerni við bílastæðið hjá fossinum. Það kemst í gagnið innan tíðar.  Fossinn og umhverfi hans skartar sínu fegursta í haustblíðunni, eins og þeir vita sem til þekkja

Fundarboð 31. fundar sveitarstjórnar 6.nóvember 2019

Árnesi, 4 nóvember, 2019

31. sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  6. nóvember, 2019 klukkan 09:00.

Fréttabréf nóvember 2019 komið á vefinn

Nýtt fréttabréf fyrir nóvember 2019 er komið á vefinn. Þar er heilmikill fróðleikur  

Smellið hér til að nálgast það