Stuðningsfulltrúi óskast í 50% stöðu við Flúðaskóla

Flúðaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50% stöðu skólaárið 2020 - 2021. Starfið felur í sér að aðstoða nemendur við nám og önnur fjölbreytt verkefni sem falla til í skólastarfi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Umsóknir sendist á Kolbrúnu Haraldsdóttur, deildarstjóra stoðþjónustu, kolbrun@fludaskoli.is.

Breyttur opnunartími skrifstofu frá og með 1. nóvember 2020

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ákvað á fundi sínum þann 21. okt. að breyta opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins frá og með 1. nóvember 2020. Meðf. er bókunin: Oddviti lagði fram tillögu að breytingu á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins. Nýr opnunartími verði frá og með 1. nóvember frá kl 9:00–12:00 árdegis virka daga og frá kl 13:00-14:00 mánudaga til fimmtudaga. - Tillaga samþykkt samhljóða.

Umsóknir til Húsafriðunarsjóðs fyrir 2021 til 1. desember 2020

Vakin er athygli sveitarfélaga á því að auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2021, sjá meðfylgjandi auglýsingu. Úr húsafriðunarsjóði eru m.a. veittir styrkir til sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.

49. sveitarstjórnarfundur á Teams 21. okt. kl. 16:00

Boðað er til 49. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps 21. október, 2020 klukkan 16:00. Fundurinn verður haldinn með Teams fjarfundabúnaði.

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

1. Tilnefning fulltrúa í samstarfsnefnd um verndarsvæði Kerlingarfjalla

Skrifstofan er lokuð um tíma vegna COVID-19

Sú staða er komin upp hér í sveitarfélaginu að einstaklingar hafa greinst smitaðir af Kórónuveirunni. Um er að ræða íbúa í hreppnum og einnig fólk sem starfar í hreppnum en er búsett annars staðar. Engin leið er að segja til um hvort fleiri bætist í þann hóp. Nokkrir einstaklingar munu einnig vera í sóttkví. Fullt tilefni er til að bregðast við þessum aðstæðum hvað varðar starfsemi sveitarfélagsins.

Fréttabréf október komið út

Fréttabréf októbermánaðar er komið út.  LESA HÉR . Meðal efnis er pistill Kristófers Tómassonar, sveitarstjóra sem kominn er  aftur til starfa. Námskeið um stafagöngu sem Gunnar Gunnarsson ætlar halda, eldað með sveitungi,  fréttir frá grunnskóla og leikskóla og nokkrar fleiri praktískar upplýsingar.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur   Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr.123/2010 eru kynntar skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana.

Reglur um sóttkví gilda líka í sveitinni - í sumarhúsum.

Sumarhúsafólk athugið!  Að gefnu tilefni vill lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnir á Suðurlandi vekja athygli á því  að reglur  um sóttkví gilda líka um þá sem kjósa að dvelja í sumarhúsi á meðan sóttkví stendur.   Einstaklingar í sóttkví mega EKKI  fara út fyrir sumarhúisð nema brýna nauðsyn beri til. Einstaklingar í sóttkví mega EKKI farasjálfir eftir aðföngum, þ.á.m. í matvöruverslun. Einstaklingar í sóttkví mega EKKI fara sjálfir með sorp á móttökustöðvar sveitarfélaga.Einstaklingar í sóttkví mega fara  í göngutúra eða bíltúra, en gæta þarf að halda reglur um fjarlægt frá öðrum. 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er nú heilsueflandi samfélag.

Alma D. Möller, landlæknir og Gígja Gunnarsdóttir verkefnisstjóri verkefnisins, Heilsueflandi samfélag komu og kynntu verkefnið 14. september 2020 í Félagsheimilinu Árnesi. Landlæknir og Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti skrifuðu undir samstarfssamning um verkefnið milli sveitarfélagsins og Embætti landlæknis í einmuna blíðu. Nemendur Þjórsárskóla sungu af tilefninu lag, sérstaklega fyrir Ölmu. "Gamli Nói, gamli Nói er að spritta sig." Þá skrifuðu nokkur félagasamtök einnig undir samstarfssamninginn.

Tilhögun þjónustu í sveitarfélaginu þar til annað verður ákveðið

Eins og kunnugt er hafa sóttvarnarráðstafanir í landinu vegna Kórónuveirufaraldursins verið hertar. Eftir föngum verður tekið mið af því í starfsemi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skrifstofa sveitarfélagsins verður opin með hefðbundnum hætti. Þeir sem eiga erindi á skrifstofuna eru samt sem áður hvattir til að nota tölvupóst skeidgnup@skeidgnup.is eða síma 486-6100 í samskiptum við skrifstofuna frekar en heimsókn.