Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun sinnir stefnumótun, stjórnsýslu og leiðbeiningum um skipulag og framkvæmdir með sjálfbæra nýtingu auðlinda og vandaða byggð að leiðarljósi.

Skipulagsstofnun starfar á grundvelli skipulagslaga, laga um skipulag haf- og strandsvæða og laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.

Á vefsjá Skipulagsstofnunar má finna skipulagsvefsjá, meðal þess sem Skipulagsvefsjá býður upp á er að nú er hægt að skoða það skipulag sem er í gildi á tilteknu svæði eða fá yfirsýn yfir landnotkunarflokka á hverju svæði með því að velja að birta tiltekna flokka og sleppa öðrum. Allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar um nýja Skipulagsvefsjá má nálgast á vef Skipulagsstofnunar.