Leikskólinn Leikholt

Lógó LeikholtsLeikholt er leikskóli staðsettur í Brautarholti. Brautarholt er lítill byggðarkjarni staðsettur mitt á milli Selfoss og Flúða og tilheyrir Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Brautarholt var áður þekkt fyrir vinsælt tjaldsvæði sem nú hefur verið lokað en á síðustu árum hefur blómstrað þar fjölskylduvæn íbúðabyggð.

Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími Leikholts:
Alla virka daga er opið frá kl. 8:00-16:00, hægt er að sækja um umframvistun, 15 mínútur fyrir opnunartíma og 30 mínútur eftir lokun (til kl. 16.30)

Sumarfrí:
Leikskólinn Leikholt lokar alltaf í fimm vikur á sumrin vegna sumarleyfa starfsfólks og barna.

Leikskóladagatal 2022-2023 Innritunarreglur LeikholtsGjaldskrá  Leikholts

      Gjaldskrárreglur LeikholtsLEIKSKÓLADAGATAL 2023-2024

Leikholt hefur verið eins til tveggja deilda leikskóli þar til haustið 2020 var skipulaginu breytt í þrjár deildir. Deildirnar heita Hekla, Vörðufell og Hestfjall eftir fjöllunum í kring. Hekla er með börn á aldrinum eins árs til tveggja ára, Hestfjall með börn tveggja ára til fjögurra ára og Vörðufell með elstu börnin fjögurra ára til sex ára. 

Samstarf við grunnskóla

Mjög gott og virkt samstarf við næsta skólastig í hreppnum sem er grunnskólinn Þjórsárskóli í Árnesi. Elstu börnin í leikskólanum fara í lágmark 8 heimsóknir á önn í skólann þar sem þau fá að upplifa ýmsa tíma í skólanum. Leikskólakennari fer með þeim og er í samstarfi við 1. Bekkjar kennarann og umsjónarkennara samstarfsins um hvernig stundirnar fara fram. Börnin eru keyrð fram og tilbaka í skólabíl enda flest börn sveitarfélagsins sem þurfa síðar að nota skólabíl í skólann.

Í lok heimsóknanna um vorið fá þau að fara að heiman í skólabílnum og fara í heilan dag í grunnskólann og keyrð heim á sama tíma og hinir grunnskólanemendurnir. Einnig er þeim boðið að koma með í skógarferð á vorin.

Í Leikholti og Þjórsárskóla er lagður mikill metnaður í að brúa bilið á milli þessara tveggja skólastiga. Það má nefna að Þjórsárskóli er einnig grænfánaskóli og er ART vottaður og er því tvennt sem er líkt í skólanum sem gerir nemandum auðveldara fyrir að flytjast yfir.

Hafðu samband við okkur

Til að hafa samband við leikskólann er hægt að senda tölvupóst á netfangið leikholt@leikholt.is og Anna Greta Ólafsdóttir leikskólastjóri mun svara ykkur. Einnig er hægt að hringja í símanúmerið 486-5586 eða 895-2995.

Hér er hægt að sækja um leikskólavist: Umsókn um leikskólavist - rafrænt 

Skólaárið 2015-2016 voru 20-24 börn sem stunduðu nám í leikskólanum Leikholti. 
Skólaárið 2021-2022 voru 35-44 börn  

Einkunnarorð Leikholts eru: Gleði, vinsemd og virðing.

Leikholt er lítill leikskóli í stóru húsnæði með stórt hjarta. Húsnæðið sem leikskólinn er í,  er samnýtt, en í leikskólanum er matsalur og stór íþróttasalur. 

Þar sem húsnæðið er mjög stórt erum við afar heppin að geta dreift okkur vel um húsið og skipt börnunum í þægilega litla hópa, það má segja að það sé okkar sérstaða og sé hér auðvelt að hugsa um einstaklinginn.

Leikskólinn Leikholt er mjög ríkur af faglegu og hæfileikaríku starfsfólki. Hér ríkir mjög góður starfsandi bæði hjá fullorðnum og börnum. Í leikskólanum Leikholti er lagður mikill metnaður í að vinna gott og faglegt starf með leikskólabörnum.

Persónuverndarstefnu sveitarfélagsins og þar á meðal reglur um meðferð persónuupplýsinga má finna hér