Klippikort á gámasvæðin fá einstaklingar en fyrirtæki fá reikning.

Að gefnu tilefni viljum við árétta að fyrirtækjum er ekki úthlutað klippikortum til þess að losa sig við sorp á gámasvæðunum hér í sveitarfélaginu. T.d eru mörg sumarhús hér á svæðinu skráð á fyrirtæki og þar af leiðandi er ekki um þessa þjónustu að ræða fyrir þau. Einungis eru gefnir út reikningar á fyrirtæki m/ vsk þegar  sorp er losað á svæðunum og gjaldið fyrir 1 m3 er  7000.- + vsk. 

45. sveitarstjórnarfundur 19. 08. 2020 í Árnesi kl.16:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps
í Árnesi 19. ágúst, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

Fróðleikur og leiðbeiningar um náttúruvá og almannavarnir

Eins og skýrt hefur verið frá á samfélagsmiðlum eru einhver umbrot í Grímsvötnum. Meðfylgjandi eru linkar á síður  þar sem fróðleik og upplýsingar er að finna um ýmsa þætti náttúruvár sem hugsanlega gæti orðið í framhaldi af þessum umbrotum. Einnig eru upplýsingar um Covit-19 sem fólk þarf að hafa í huga við allar aðstæður sem upp geta komið.

Nýr starfsmaður á skrifstofu - fulltrúi

Hrönn Jónsdóttir, í  Háholti,  hefur verið ráðin í starf fulltrúa á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hrönn er með BSc próf í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og hefur stundað nám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Hún er fagmenntaður leiðsögumaður. Hrönn hefur fjölbreytta reynslu af skrifstofustörfum, leiðbeinandastörfum og ýmsum félagsstörfum.

Neslaug verður að hafa lokað frá 14-18 í dag en opið frá 18 -22

 Í dag  12. ágúst, er sérstakur dagur í Neslaug því vegna óviðráðanlegra  orsaka getum við ekki opnað fyrr en kl.18:00   en við höfum opið til kl.22:00 að sjálfsögðu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem  af þessu gætu hlotist. En sem sagt þá verður einungis opið frá kl. 18: 22:00 í báðum laugum sveitarfélagsins í dag. Dagurin á morgun verður vonandi miklu betri.

44. fundur Sveitarstjórnar boðaður 12. ágúst í Árnesi kl. 16:00

Boðað er til 44. fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  12. ágúst, 2020 klukkan 16:00.

Dagskrá

1. 197. fundargerð Skipulagnsnefndar UTU

Gámasvæðin verða lokuð 1. ágúst vegna sumarleyfa

Gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti verða lokuð laugardaginn 1. ágúst vegna sumarleyfa. Næsta opnun er eftir helgina eins og  venjulega, þriðjudag  í Árnesi og miðvikudag í Brautarholti  kl. 14 - 16. Alltaf er þó hægt að skutla litlum pokum af almennu sorpi í gám á svæðunum, utan opnunartíma. Þá er líka hægt að setja í fata og dýragáma utan opnunartíma.

Skrifstofan opin á ný eftir sumarleyfi

Skrifstofa sveitarfélagsins er nú opin á ný eftir sumarleyfi starfsmanna samkv auglýstum opnunartíma sem er: mánudaga - fimmtudaga 09 - 12 og 13 -15 og föstudaga frá 09-12. Starfandi sveitarstjóri  er Bjarni Hlynur Ásbjörnsson. Hann starfar  fyrir Kristófer Tómasson sem er í leyfi til 1. október 2020.

Bjarni Ásbjörnsson ráðinn sveitarstjóri tímabundið

Bjarni Hlynur Ásbjörnsson tók tímabundið við starfi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um síðustu mánaðamót, mun hann gegna starfinu til 1. október næstkomandi. Kristófer Tómasson veðrur í leyfi á sama tíma. Bjarni hefur víðtæka starfsreynslu. Hann hefur rekið sitt eigið fyrirtæki frá árinu 2004 á sviði ráðgjafar í upplýsingatækni, rekstrar og stefnumótunar. Auk þess hefur Bjarni starfað hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og sem framkvæmdastjóri tveggja nýsköpunar fyrirtækja. Hann var einnig kerfisstjóri Sláturfélags Suðurlands um langt árabil. 

Sumarleyfi á skrifstofu til 24. júlí 2020

Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður lokuð frá og með 6. júlí til og með 24. júlí  vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur mánudaginn 27. júlí. kl. 09:00. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426 Björn Axel,  netfang: bjorn@skeidgnup.is -  Bókanir í fjallaskálana Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver eru teknar á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is