Gaman saman dagurinn 25. febrúar

Gaman saman dagurinn verður haldinn laugardaginn 25. febrúar kl. 14:00-17:30. í Þjórsárskóla. Boðið er upp á spil, leiki og skemmtilega afþreyingu fyrir yngri kynslóðina. Einnnig verður öskupokahefðin skemmtilega endurvakin í nýjum og skemmtilegum leik. Á sama tíma mun Hrund Þrándardóttir sálfræðingur frá Sálstofunni mun fjalla um sjálfsmynd og samskipti við börn og unglinga. Að fyrirlestri loknum er dagskrárgestum boðið upp á kaffi og kræsingar í félagsheimilinu Árnesi í umsjá Kvenfélags Gnúpverja og að lokum verður bíó kl. 16:00. Sjoppa á staðnum. Allir hjartanlega velkomnir.
Menningar- og æskulýðsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Fréttabréf febrúar komið út

Fréttabréfið er komið út þennan mánuðinn og þar er ýmislegt að lesa að venju  lesið hér  Gaman saman dagur, fundarboð, kynning, fréttir úr skólunum, atvinnuauglýsingar, "Láttu ekki deigan síga Guðmundur", Jafnrétti í skólastarfi, Smárafréttir, Pistill um vegamál og margt  fleira.

Spennandi tækifæri í Árnesi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir tilboðum í leigu á félagsheimilinu Árnesi, reksturs á tjaldsvæði við Árnes ásamt rekstri mötuneytis fyrir leikskóla og grunnskóla sveitarfélagsins samkvæmt meðfylgjandi gögnum og öðrum þeim gögnum sem vísað er til.

Verkefnið felst í eftirtöldu :

A. Leiga á félagsheimilinu í Árnesi og því sem fylgir eins og framleiðslueldhús og salarkynni fyrir veitingarekstur sem rúmar allt að 300 manns.

Nýjar flokkunarreglur um úrgang

Íslenska gámafélagið hefur gefið út reglur þar sem breytt áhersla er á hvernig úrgangur á að fara í tunnurnar sem losaðar eru á hverju heimili.  Hér meðf.  eru reglurnar sem hægt er að prenta út.

38. sveitarstjórnarfundur 1. feb. í Árnesi kl. 14:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 1. Febrúar 2017  kl. 14:00. Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.    Kostir og gallar sameininga sveitarfélaga. Annars vegar í Árnessyslu. Hinsvegar sveitarfélög meðfram Þjórsá auk Rangarþings Eystra. Vinna við sviðsmyndir sameiningarkosta.