Sérstakur húsnæðisstuðningur fyrir 15-17 ára börn á heimavist

Í reglum Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, í kafla númer 4 segir eftirfarandi:

 

IV. kafli
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna
8. gr.
Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15-17 ára barna
Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15–17 ára barna sem leigja
herbergi á heimavist eða námsgörðum hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Sérstakur
húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur
60% af leigufjárhæð. Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og
staðfestingu á námi barns.

Reglurnar í heild sinni um sérstakan húsnæðisstuðning má finna hér

Umsóknareyðublað um sérstakan húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára barna má finna hér,  en umsókninni þarf að skila til Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþings.