Sorpmál

 

Sorphirðudagatal 2023

 

Opnunartímar gámasvæðis í Árnesi:

Dagur Opnunartími
Miðvikudagar 14:00 - 17:00
Laugardagar 12:00 - 15:00  

Dýragámar eru á tveimur stöðum: Fyrir ofan minnkahúsin við Mön og við Heiðarhúsbala rétt austan við Brautarholt.

Fatagámar Rauða krossins eru tveir, staðsettir á gámasvæðinu í Árnesi og við sundlaugina í Brautarholti

Starfsmaður áhaldahúss er Björn Axel Guðbjörnsson. Sími í áhaldahúsi er 486-6118 eða hjá honum beint: 893-4426

Eftir breytingar á lögum um sorp, sem tóku gildi 1. janúar 2023 er tekið móttökugjald fyrir allt sorp sem komið er með á gámasvæði sveitarfélagsins (að undanskyldu flokkuðu plasti, pappír, pappa og brotajárn). Gjaldtaka á móttökustað miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. 

Um gjaldskyldu og flokka úrgangs gildir gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs í Skeiða og Gnúpverjahrepp

Móttökugjald á 1/4 m3 af óflokkuðum úrgangi er 4.600 kr.
Móttökugjald á 1/4 m3 af grófum úrgangi er 4.600 kr.
Móttökugjald á 1/4 m3  af lituðu timbri er 3.500 kr
Móttökugjald á 1/4 m3  af ólituðu timbri er 2.500 kr
Móttökugjald á 1/4 m3  af gleri er 4.000 kr. 

Hægt er að greiða móttökugjaldið með greiðslukorti á staðnum, eða fá reikning sendann eftirá. 

Við heimili í sveitarfélaginu er, frá júní 2022, tunnur fyrir almennt sorp, pappa/pappír og plast og ætlast er til að lífrænn úrgangur fari í "fjórðu tunnuna" en hér í sveitarfélaginu er misjafnt hvað heimili gera við lífrænan úrgang. Því miður hefur eki fundist lausn fyrir þá sem áður voru með svokallaða "hörpu turna" en vonandi leysist það fljótt. 

Flokkunarleiðbeiningar fyrir plast og pappatunnurnar má finna hér:

                                                                     

 

Fyrir þá sem búa í Brautarholti og Árnesi og eru með brúna tunnu undir lífrænan úrgang eru hér leiðbeiningar fyrir flokkun í þá tunnu: 

 

Hér fyrir neðan má finna tengla inn á helstu upplýsingar og leiðbeiningar tengdum sorpmálum í sveitarfélaginu