Sorpmál

Sorphirðudagatal 2022

Opnunartímar gámasvæðis í Árnesi:

Dagur Opnunartími
Miðvikudagar 14:00 - 17:00
Laugardagar 12:00 - 15:00  

Dýragámar eru á tveimur stöðum: við gámasvæðið í Árnesi og við Heiðarhúsbala rétt austan við Brautarholt.

Fatagámar Rauða krossins eru tveir, staðsettir á gámasvæðinu í Árnesi og við sundlaugina í Brautarholti

Starfsmaður áhaldahúss er Björn Axel Guðbjörnsson. Sími í áhaldahúsi er 486-6118 eða hjá honum beint: 893-4426

Fyrirtæki, lögbýli og frístundabúsafélög sem afsetja rekstrarúrgang á móttökustöðvum eða nýta þjónustu verktak vegna hirðingar og eyðingar úrgangs vegna atvinnureksturs skulu greiða móttökugjald á móttökustað. Gjaldtaka á móttökustað miðast við m3 þess úrgangsmagns sem afsett er. Allur úrgangur er gjaldskyldur við afsetningu nema brotamálmar og úrgangur sem ber úrvinnslugjald Úrvunnslusjóðs.

Um gjaldskyldu og flokka úrgangs gildir gjaldskrá fyrir móttökustöðvar Skeiða-og Gnúpverjahrepps. Móttökugjald á 1/2 m3 af óflokkuðum úrgangi er 3.970 kr. Móttökugjald á 1/2 m3 af flokkuðu sorpi er 2.060 kr. 

Við heimili í sveitarfélaginu er, frá júní 2022, svokallað fjögurra tunnu kerfi, það þýðir að þar eru tunnur fyrir almennt sorp, pappa/pappír og plast og ætlast er til að lífrænn úrgangur fari í "fjórðu tunnuna" en hér í sveitarfélaginu er misjafnt hvað heimili gera við lílfrænan úrgang.

Flokkunarleiðbeiningar fyrir plast og pappatunnurnar má finna hér:

                                                                     

 

Fyrir þá sem búa í Brautarholti og Árnesi og eru með brúna tunnu undir lífrænan úrgang eru hér leiðbeiningar fyrir flokkun í þá tunnu: 

 

Hér fyrir neðan má finna tengla inn á helstu upplýsingar og leiðbeiningar tengdum sorpmálum í sveitarfélaginu