Almenningur beðinn um að láta vita af dauðum fuglum

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Sjá einnig frétt okkar um aukið viðbúnaðarstig. Vinsamlega miðlið þessu áfram meðal starfsmanna sveitarfélagsins. https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/aukid-vidbunadarstig-vegna-fuglaflensu

Gámasvæðið lokað 1. maí

Gámasvæði Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi og Brautarholti verða lokuð laugardaginn 1. maí sem er frídagur verkafólks.  Góða helgi.

Flúðaskóli auglýsir lausar stöður

Í Flúðaskóla verða um 100 nemendur næsta skólaár. Við skólann starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn. Gildi skólans er virðing-vitneskja. Lögð er áhersla á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu

Laus til umsóknar eru störf :

Grunnskólakennarar óskast í Þjórsárskóla

Grunnskólakennarar í Þjórsárskóla

Lausar eru 2,5 stöður kennara í  Þjórsárskóla. Tvær 100% og ein 50%

Umsjónarkennsla á yngri stigi. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, samfélagsfræði, ART, heimilsfræði, enska og íþróttir í 1.-7. bekk ( ekki sund), útinám, textíl í 1.-7. og Íslenska á miðstigi.

Lokun fyrir kaldavatnið í Árneshverfi

Enn eina ferðina þarf að loka fyrir kaldavatnið hjá Árnesveitu. Lokað verður fyrir vatnið kl. 21:30 +o kvöld, 20. apríl og verður lokað til kl. 6:30 í fyrramálið en einnig gætu komið til styttri lokana á morgun, en þá stendur til að hleypa á vatni á nýja lögn.

Rafrænn Gaukur aprílmánaðar

Þá er aprílblað rafræna fréttabréfsins Gauksins tilbúið og má finna hér.

60. fundur sveitarstjórnar 21. apríl 2021

Dagskrá fundarins

1. Yfirlit yfir verkefni heimaþjónustu

2. Ársreikningur 2020 síðari umræða

3. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts

4. Lántaka sveitarfélagsins

5. Viðauki fjárhagsáætlunar 2021

6. Ráðning sveitarstjóra - ferli

Laus staða forstöðumanns Skóla- og velferðaþjónustu Árnesþings

Stjórn Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs. óskar eftir að ráða forstöðumann sem hefur yfirumsjón með og samhæfir störf félagsráðgjafa, deildarstjóra í heimaþjónustu, forstöðumanna þjónustueininga á starfssvæðinu og sérfræðinga skólaþjónustunnar. Allar helstu upplýsingar um starfið, helstu verkefni, menntunar- og hæfniskröfur, umsóknarfrestur og fleira má finna hér.

Næsta tölublað Gauksins

Stefnt er að útgáfu næsta tölublaðs Gauksins í síðasta lagi mánudaginn 19. apríl. Aðsendar greinar, auglýsingar eða annað sem íbúar vilja koma í blaðið má senda á netfangið hronn@skeidgnup.is fyrir föstudagsmorgun 16. apríl nk.  Eins má senda ábendingar eða tillögur ef það er eitthvað sérstakt sem fólk vill sjá í blaðinu. 

Gaskútaþjófar

Borið hefur á því að gaskútum sé stolið í sumarhúsahverfum hér í uppsveitum Árnessýslu og hafa þjófarnir m.a. lagt leið sína hingað í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Við hvetjum því alla sem geta  til að ganga vel frá gaskútum þegar bústaðir eða heimili eru mannlaus og allir hvattir til að hafa augun hjá sér ef vart verður við dularfullar mannaferðir.