Hvað er samfélag?
Ég get allt eins spurt hvað er sveitarfélag eða hvað er mannfélag. Í hvernig samfélagi viljum við búa? Nútíminn gerir kröfur um góða þjónustu. Ekkert samfélag verður rekið án þess að börnin geti sótt leikskóla eða grunnskóla. Sorpið þarf að hirða og velferðarmálum þarf að sinna þar með er talin þjónusta við fatlaða og aldraða. Stjórnsýslulegar ákvarðanir þarf óhjákvæmilega að taka. Það þarf að hafa fólk í vinnu til að uppfylla þær samfélagslegu skyldur sem lagðar eru á sveitarfélög. Þetta kostar allt útgjöld. Samspil milli tekna og útgjalda verður alltaf línudans. Þeim tekjum sem koma í kassa sveitarfélagsins hefur verið útdeilt jafnharðan til rekstrar innviða. Ekki hefur verið safnað í sjóði.