Stefnt að útflutningi sorps frá Suðurlandi til brennslu

Sveitarfélög á Suðurlandi áforma að senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópskum sorpbrennslustöðvum í framhaldi af þeirri ákvörðun SORPU að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi. Samhliða þessu eru aðgerðir hafnar til að auka flokkun úrgangs á upprunastað til að tryggja að auðlindir í úrganginum nýtist sem best.

Íbúð í Árneshverfi laus til leigu

Bugðugerði 7a í Árneshverfi er til langtíma leigu. Lesa hér Um er að ræða snyrtilega 2ja herbergja íbúð í viðarklæddu parhúsi. Íbúðin er staðsett í Árnesi og er laus til langtímaleigu. Íbúðin skiptist í forstofu, samliggjandi stofu og eldhús með flísum á gólfi, svefnherbergi með fataskáp, baðherbergi með baðkari og flísum á gólfi. Leigusali fer fram á tveggja mánaða tryggingu, meðmæli frá fyrri leigusala, lánshæfismati frá Credit Info og staðfestingu á reglulegum tekjum. Rafmagn og hiti greiðist af leigutaka. Gæludýr og reykingar eru ekki leyfð inni í íbúðinni. Endilega hafðu samband ef þú hefur áhuga á að skoða íbúðina. 

Fundarboð 13. fundar sveitarstjórnar 23. janúar 2019

               Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 23. janúar 2019  kl. 09:00. Dagskrá:

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Beislun vindorku. Stefán K. Sveinbjörnsson verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun mætir til fundar.

Fréttabréf janúar er komið út

Fréttabréf janúar 2019 er komið út  LESA HÉR Þorrablótsauglýsingin, spilakvöld á Brautarholti og margt fleira.

Mannamót 2019 í Kórnum fimmtudaginn 17. janúar 2019

Við vildum minna ykkur á Mannamót 2019, sem haldin á morgun, fimmtudaginn 17. janúar, í Kórnum Kópavogi. Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Fundur um endurheimt votlendis í Árnesi 15. janúar kl. 20:00

Votlendissjóðurinn og Skeiða- og Gnúpverjahreppur efna til fundar í Árnesi um endurheimt votlendis þriðjudaginn 15. janúar kl. 20.00. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti opnar fundinn.

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins, kynnir starfsemi hans.

Erindi:

Dr. Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri Skógræktarinnar.

Síðasti skiladagur efnis í Fréttabréf Skeið/Gnúp er 11. janúar

Nú styttist í útgáfu janúarblaðsins og vil ég minna á að síðasti dagur til að skila inn efni í blaðið er föstudagurinn 11. janúar nk. 

 

Sem fyrr fögnum við greinum, tilkynningum, auglýsingum og öðru spennandi efni sem á heima í okkar samfélagi. 

12. sveitarstjórnarfundur 9. janúar 2019 í Árnesi kl. 09:00

                 Boðað er til 12. fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  9. jan. 2019 kl.09:00. 

                 Mál til umfjöllunar og afgreiðslu:

Fundargerðir

Samningar og fleira

                  Mál til kynningar.

Móttökuritari óskast til starfa hjá Umhverfis- og tæknisviði


Laus er til umsóknar staða móttökuritara hjá Umhverfs- og tæknisvið Uppsveita. Umhverfs- og tæknisvið Uppsveita hefur
meðal annars það hlutverk að annast lögbundin verkefni skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa fyrir aðildarsveitarfélög
byggðasamlagsins. Aðsetur móttökuritara er að Dalbraut 12 á Laugarvatni. Byggðasamlagið þjónar sveitarfélögunum
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi.

Sorphirðudagatal 2019

Sorphirðudagatal 2019  LESA HÉR  Losunardagatal Íslenska gámafélagsins  er komið hér. "Gráir og grænir" dagar verða svona árið 2019  en verið er að reyna að fá inn breytingu á "bláu" dögunum.