Heilsumorgnar í Neslaug

Alla fimmtudaga núna í febrúar verður boðið uppá morgunopnun í Neslaug. Sundlaugin opnar kl. 06.50 og er opin til 10.00 og boðið uppá létta heilsuhressingu eftir sundið. 

74. sveitarstjórnarfundur

74. Sveitarstjórnarfundur

Fundarboð

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  2 febrúar 2022 klukkan 14:00.

Lífshlaupið

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.

Eins og ávallt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Það er gaman að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni.

Lífshlaupið skiptist í fjóra keppnisflokka:

Laust starf skólaliða

Um er að ræða 50% starf skólaliða við Þjórsárskóla í Árnesi.

Helstu verkefni og ábyrgð skólaliða: stuðningur inni í bekk.

Umsóknarfrestur er til 4. febrúar nk.

Nánari upplýsinga veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri í síma 8959660 eða netfanginu: Bolette@thjorsarskoli.is

Enginn Gaukur í janúar

Sú erfiða ákvörðun var tekin, hér á skrifstofunni, að gefa ekki út Gauk fyrir janúarmánuð. Allnokkrar ástæður liggja þar að baki, aðallega er það vegna mikilla anna hér á skrifstofunni, en einnig spilar fréttaleysi inní, búið að aflýsa þorrablóti og almenn covid lægð yfir landinu. 

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur  Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana:

https://www.utu.is/skipulagsauglysing-sem-birtist-19-januar-2022/

Laus lóð í Brautarholti

Vallarbraut 11 í Brautarholti er laus til umsókna. Um er að ræða raðhúsalóð á horni Holtabrautar og Vallarbrautar. 

Deiliskipulag Brautarholts má finna hér

Ný klippikort og sorphirðudagatal

Þá er nýtt ár komið með nýjum klippikortum á gámasvæðin. Við höfum sama hátt á og í fyrra, hægt er að nálgast kortin hjá starfsmanninum á gámasvæðunum. Gámasvæðið í Árnesi er opið í dag kl. 14 til 16 og á morgun í Brautarholti kl. 14 til 16. 

Klippikort til sumarhúsaeigenda verða send út á næstu dögum.

Vilt þú verða landvörður?

Landvarðarnámskeið Umhverfisstofnunar verður haldið í febrúar 2022. Námskeiðið er kennt í fjarnámi, fyrir utan eina staðlotu sem jafnframt er vettvangsferð.

Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sér um námskeiðið, undirbúning o.fl. ásamt kennurum sem koma að helstu þáttum námskeiðsins. Námskeiðið spannar 110 kennslustundir sem raðast niður á 4 vikur á tímabilinu 3. til  27. febrúar 2022.

73. sveitarstjórnarfundur Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps

í Árnesi  12 janúar, 2022 klukkan 14:00.

Dagskrá

Mál til umræðu