AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Auglýsing um skipulagsmál í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 sem nær til ofangreindra sveitarfélaga:

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi  Aðalskipulagsmál.  Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulag:

1.     Endurskoðun Aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.

Fréttabréf mars 2017 komið út.

Fréttabréf mars  er komið út og hægt að lesa hér  Mikið er um að vera í samfélaginu um þessar mundir og ber Fréttabréfið þess merki. Þar má sjá auglýsingar um hjónaballið í Brautarholti, tónleika, námskeið,  fundi  og leiksýningar. Einnig vantar fólk í vinnu hér í sveitarfélaginu. Smárafréttir á sínum stað og Leikskóla og grunnskólafréttir ásamt aðsendu efni,  fróðleiksmola og öðru.. Munið að panta tímanlega á hjónaballið í Brautarholti  í síma 861-6410 Anna Fríða eða 898-9172 Gústi og pantanir þurfa að hafa borist  fyrir þriðjudagskvöldið 14. mars.

Einmanaleiki og líðan ungmenna, fundur 8. mars á Grand Hótel kl. 08:15

Á næsta morgunverðarfundi N8  sem haldinn verður  miðvikudaginn 8. mars  2017 á Grand-hótel kl. 08:15 - 10:00 verður m.a. fjallað um nýjustu rannsóknir sem sýna aukna einmanakennd meðal íslenskra ungmenna.  Erindin flytja þau Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum & greiningu, Bóas Valdórsson, sálfræðingur í MH og Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis.  Fundarstjóri er Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.  Skráningar eru á heimasíðunni  www.naumattum.is.