Gnúpverjar Íslandsmeistarar 3. deildar karla í körfubolta í ár!

Gnúpverjar eru Íslandsmeistarar 3. deildar karla í körfubolta í ár. Þeir lögðu lið Laugdæla í úrslitaleik deildarinnar sem fram fór síðastliðinn föstudag. Lokatölur urðu 78-72. Bæði lið hafa þar með tryggt sér sæti í 2. deild karla að ári. Laugdælir urðu efstir eftir deildarkeppni vetrarins og Gnúpverjar í 2.-3. sæti. Leikin var fjögurra liða úrslitakeppni sem endaði með úrslitaleik liðanna í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Staða kennsluráðgjafa fyrir leik- og grunnskóla á starfssvæði skólaþjónustu Árnesþings er laus til umsóknar.

Um er að ræða 100% stöðu. Í sveitarfélögunum er unnin fjölbreytt verkefni á sviði skóla- og velferðarmála og svigrúm er til nýrra verkefna og vinnubragða.

Starfssvið kennsluráðgjafa

Firmakeppni Smára 1. maí að Flúðum kl. 13:00

Keppnin hefst stundvíslega kl. 13:00. Skráning á staðnum. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

Pollaflokkur ( 9 ára og yngri)

Barnaflokkur ( 10-13 ára)

Unglingaflokkur ( 14-17 ára)

Ungmennaflokkur: ( 18-21 árs)

Kvennaflokkur 

Karlaflokkur

Heldrimanna og kvennaflokkur

Fljúgandi skeið

Framtíð háskólanáms á Suðurlandi

Boðið er til opins fundar á Hótel Selfossi þriðjudaginn 26. apríl kl. 12:00 - 16:00 Innlegg frá háskólum landsins, Sunnlendingum, mennta- og menningarmálaráðuneyti og þingmönnum.
Fundarstjóri er Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri í Rangárþingi ytra.
Fundurinn hefst kl. 12:30 en boðið er upp á súpu kl. 12:00
Allir velkomnir - látum okkur málið varða    Skráning hér 

Fundarboð 27. fundar sveitarstjórnar 19. apríl 2016

Nr. 27 Árnesi 17 apríl. 2016 Fundarboð Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi þriðjudaginn 19 apríl 2016 kl. 16:00.

Dagskrá: Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2015. Lagður fram til fyrri umræðu. Auðun Guðjónsson Endurskoðandi.

2. Endurskoðunarskýrsla KPMG 2015. Liggur frammi á fundinum

Fréttabréf apríl komið á vefinn

Fréttabréf apríl er hægt að lesa  hér   Heilmikið um að vera  núna.  Gleðilegt sumar.

Umhverfisdagur í Árnesi - velheppnaður

 Umhverfisdagur fór fram í Árnesi 9. apríl s.l. og þar var boðið upp á ýmislegt í sambandi við umhverfi okkar.
 
 Kl. 13:00 setti Anna María Flygenring, formaður umhverfisnefndar samkomuna en nefndin undibjó dagskrána.
 
Sýnt var myndband frá leikskólanum Leikholti og verkefnið Vistheimt í verki,var kynnt frá nemendum Þjórsarskóla. Verkefnið hefur verið  unnið með Landvernd og       Landgræðslunni og sýnt var myndband um erfiða flokkun.
 
•  Minni matarsóun. Dóra Svavarsdóttir hélt kröftugt erindi um matarsóun í hinum vestræna heimi og kom fram hjá henni að við Íslendingar hendum  mat sem samsvarar     þriðja hverju lambi sem fæðist á Íslandi  eða um 30%  og í Ameríku er hent 50% af þeim mat sem framleiddur er. Þetta eru sláandi tölur og ættum við að taka þær alvarlega og gera eitthvað í málunum.         
 
•  Fuglalíf við Þjórsá. Tómas Grétar Gunnarsson,  fuglafræðingur hélt ítarlegt og skemmtilegt erindi um fuglalíf við jökulár á Íslandi og þar af leiðandi Þjórsá.
 
-  Landbótafélag Gnúpverja kynnti starf sitt og félagið vel.
 
•  Kynning frá Gámaþjónustunni. Gunnar Bragason  forstjóri fyrirtækisins fór vel yfir  starfsemi félagsins. 
 
  Að lokum voru gestum boðnað kaffiveitingar  en um 30-35 manns komu hlustuðu á dagskrána.