Opnunartími skrifstofu yfir jól og áramót.

Skrifstofa sveitarfélagsins er opin föstudaginn 28. des.  eins og venjulega frá 09:00 12:00.  Opnað svo á nýju ári 2. janúar með venjubundnum hætti  frá kl. 09:00 - 12:00 og 13:00 15:00. Starfsfólk óskar sveitungum og öðrum, nær og fjær  gleðiríks nýs árs með kæru þakklæti fyrir samskiptin á árinu 2018.

Fréttabréf desember komið út.

Fréttabréf desember er komið út lesa hér Ýmislegt þar að venju, molar úr fundargerðum, auglýsingar og fréttir úr skólunum og fleira.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur valinn í tilraunaverkefni Íbúðalánsjóðs

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er í hópi sjö sveitarfélaga sem valin hafa verið sem tilraunasveitarfélög í húsnæðismálum.

https://www.ils.is/um-okkur/frettir/frett/2018/12/13/Felagsmalaradherra-kynnir-sjo-tilraunasveitarfelog-i-husnaedismalum/

Persónuverndaryfirlýsing Skeiða- og Gnúpverjahrepps

            1.   Almennt  
Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur, kt. 540602-4410, Árnesi, 801 Selfossi,er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd mjög alvarlega.

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun  fyrir árið 2019 og 2020- 2022 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samþykkt.

Á fundi sveitarstjórnar miðvikudag 5. desember sl. var fjárhagsáætlun ársins 2019 lögð fram til síðari umærðu og samþykkt. Samhliða var fjárhagsáætlun 2020-2020 í grófum aðalatriðum lögð fram og samþykkt.

Gjaldskrár og álagningahlutföll ásamt framkvæmdaáætlun komandi árs voru einnig lögð fram og samþykkt.

Breyttur viðtalstími oddvita! Verður hér eftir á miðvikud. kl.13:00 -16:00

Viðtalstími oddvita verður hér eftir á miðvikudögum  kl. 13:00 - 16:00 og á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Land undir urðunarstað á Suðurlandi

                       Sorpstöð Suðurlands bs. óskar eftir landi undir urðunarstað til kaups eða leigu. Æskileg staðsetning er á svæðinu frá Hellisheiði í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Æskilegt er að landið sé vel                               staðsett gagnvart samgöngum á landi og dreifikerfi raforku, en fjarri vatnsverndar- og  útivistarsvæðum. Lágmarksstærð lands er 30 ha. Á staðnum yrði tekið við almennum úrgangi til urðunar, þó ekki                                   lífrænum úrgangi. Áætlaður rekstrartími er 30 ár en leigutími að lágmarki 60 ár ef um leigu yrði að ræða.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                       Áhugasamir hafi samband við Stefán Gíslason hjá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. í síma 862 0538 eða á stefan@umis.is í síðasta lagi fimmtudaginn 20. desember nk. Hann veitir einnig allar nánari upplýsingar.

11. fundur sveitarstjórnar í Árnesi miðvikudag. 5. des. kl. 09:00

             Boðað er til 11. fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5. des. 2018   kl. 09:00

             Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

Mál til kynningar :

Kristófer A Tómasson sveitarstjóri

Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum.

Strætókort. Samþykkt samhljóða að styrkur til framhalds- og háskólanema til kaupa á strætókortum verði kr. 28.600 fyrir hvern einstakling.  Skólaárið 2018- 2019. Skilyrði fyrir styrkveitingu er staðfesting viðkomandi skóla um námsvist. 

Reglur um þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum námsmanna á strætókortum.

Internetið liggur niðri vegna viðgerða í Gnúpverjahreppi

Vegna bilunar í ljósleiðara við Leiti í Gnúpverjahreppi, verða eftirtaldir bæir netlausir part úr degi, fimmtudaginn 22. nóv. Rofið varir í allt að 4 klukkustundir á hvern notanda. Vinna hefst kl. 10 og viðgerð lýkur kl 19.   Eftirtaldir bæir + allir sumarbústaðir með netþjónustu í námunda við þessa bæi.