Sveitarstjórnarfundur nr. 48 þann 04. okt. kl.14:00

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikdaginn 04. október 2017  kl. 11:00. 

 Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Aðalskipulagsdrög 2017-2020- umfjöllun um tiltekið efni.

2.     Erindi frá veiðfélagi Stóru-Laxár. Varðar fiskirækt.

Lokað fyrir heita vatnið í um 1 - 2 klst í Brautarholti

Loka verður fyrir heita vatnið  í neðri hluta Brautarholtshverfisins frá kl. 10:00 nú í dag og fram undir hádegið  vegna framkvæmda á svæðinu. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum.

Leikskólakennara vantar í Leikholt

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 77,5% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  sem fyrst. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er afleysingarstaða ásamt föstum tímum inn á yngri deildinni (1 árs til 2ja ára).

Laus hross á Þjórsárdalsvegi, þjóðvegi nr. 32, við Kálfárbrú

Laus hross á eru á þjóðvegi nr 32 Þjórsárdalsvegi, litlu neðar en Árnes.  Sáust á Kálfárbrúnni nú í morgunsárið. Hrossaeigendur eru beðnir að litast um í högum sínum og kanna hvort öll eign þeirra þar sé ekki til staðar.

Útleiga á fjallaskálanum í Hólaskógi

Skeiða – og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðilum til að reka fjallaskálann í Hólaskógi á Gnúpverjaafrétti árið 2018 möguleiki er á framlengingu. Um er að ræða tveggja hæða hús í góðu ástandi, byggt úr timbri árið 1998.  Gistirými er fyrir allt að 60 manns. Flatarmál hússins er samtals 268,6 fermetrar eða 856 rúmmetrar. Það stendur á 2.500 fermetra lóð.

Sveitarstjórnarfundur nr. 47 20. september 2017

Fundarboð 47. fundar sveitarstjórnar 20 september 2017 kl 14:00 

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu :

1.     Hvammsvirkjun. Mat á aðstæðum og framkvæmdaáformun.

2.     Snjómokstur útboðsgögn.

3.     Neslaug leiga. Seinni umræða.

4.     Erindi frá Samgöngu og sveitarstj.ráðuneyti. Varðar sameiningar.

Skrifstofan lokuð föstudaginn 15. sept.

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð í dag,  föstudaginn 15. september.  Starfsmönnum er gefinn kostur á að fara í  Skaftholtsréttir, ef erindi eru verulega brýn má senda póst á kristofer@skeidgnup.is

Aðvörun! Lokun Þjórsárdalsvegar nr. 32 föstudag kl.16-18

Fjárréttir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2017 Skaftholtsréttir, föstudaginn 15. september. Fé rekið inn kl. 11:00. Reykjaréttir, laugardaginn 16. september. Fé rekið inn kl. 09:00. Ökumenn eru beðnir að sýna þolinmæði því óhjákvæmilegar tafir vegna fjárrekstra verða á vegi 32 - Þjórsárdalsvegi.

Föstudag 15. sept. verða tafir á Þjórsárdalsvegi nr. 32  vegna fjárrekstra. - Fossnes—Skaftholtsréttir kl. 07:30 til kl. 13:00 (hjáleið þó  fær um Löngudælaholt og Hamarsheiði)  "gamla veginn." 

Fréttabréf september komið út

Fréttabréf september  með aukablaði er komið út LESA HÉR . Það er stútfullt af lesefni. Staða undirbúnings  og framkvæmda Hvammsvirkjunar, bls.6,  grein um könnun og flokkun úrgangs bls.3. Leikfimi fyrir komur,  bl.5 og 22, heita vatnið í Áshildarmýri, staða framkvæmda  Búrfellsvirkjunar að hausti, frá Hrunaprestakalli, menn og málefni og margt fleira. Einnig fundargerðir sveitarstjórnar og stundartafla í íþróttahúsi og gjaldskrá íþróttaæfinga  Ungmennafélags Hrunamanna,  ásamt auglýsingum um réttir og tafir á umferð í sambandi við þær.

Sveitarstjórnarfundur nr. 46. 6 september 2017

Fundarboð Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudginn 6 september 2017 kl. 14:00. Dagskrá: Mál til umfjöllunar og afgreiðslu : 1. Kosning fulltrúa á aðalfund SASS 19 - 20 október nk. 2. Svæðisskráning fornleifa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. 3. Fráveitur. Tilmæli til stjórnvalda varðandi virðisaukaskatt. 4. Snjómokstur. Samningar að renna út. Umræða um framhald. 5. Veiðiréttur í Fossá. Umræður- ákvörðun um útboð. 6. Samingur við Eyþór Brynjólfsson um rekstur Neslaugar. 7. Erindi frá Félagi sauðfjárbænda í Árnessýslu. 8. Fundargerð 139. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 17, þarfnast umfjöllunar. Samningar – umsagnir - beiðnir 9. Samingur um refaveiðar. Þarfnast staðfestingar. 10. Miðhús – leigusamningur. Þarfnast staðfestingar. 11. Knarrarholt ósk um leyfi til gistingar. 12. Heilaheill Beiðni um stuðning. 13. Önnur mál löglega framborin. Mál til kynningar : A. Fundargerð 522. Fundar stjórnar SASS. B. Ársreikningur Túns vottunarstofu. C. Afgreiðsla byggingarfulltrúa. 9. Ágúst 17. D. Afgreiðsla byggingarfulltrúa. 23. Ágúst 17. E. Fundargerð vinnufundar um aðalskipulag 17 ágúst 17. F. Reykholt Þjórsárdal. Deiliskipulagskynning. G. Fundur vinnuhóps um sameiningarmál 23.08.17. H. Byggðasamlög í Árnessýslu yfirlit. I. Sveitarstjórnarráðstefna. J. Sjóður innheimtukerfi. Kristófer A. Tómasson, sveitarstjóri.