Tæknisvið Uppsveita óskar eftir starfsmanni, tímabundið

Tæknisvið Uppsveita er sameiginlegt svið fimm sveitarfélaga en þau eru Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógarbyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Flóahreppur.  Verkefni tæknisviðsins eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhald og nýbyggingar húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Einnig koma starfsmenn sviðsins að afleysingum hjá Skipulags- og byggingafulltrúaembætti Uppsveita.

Að sunnan á N4 - Skemmtileg heimsókn í Leikholt

 “Að sunnan”  á N4    Margrét Blöndal kom í heimsókn í leikskólann  Leikholt í Brautarholti  á Bóndadaginn  og hitti fólkið þar. 

Gleði, vinsemd og virðing ríkti þar  eins og alla aðra daga.

Kíkið á linkinn 

Að sunnan - þáttur á N4 21. janúar kl. 18:30

Fyrsti þátturinn  “Að sunnan”  á N4   fer í loftið  miðvikudaginn 21.janúar kl. 18.30

Framundan eru  24 þættir, stútfullir af skemmtilegu og fróðlegu efni af svæðinu og eru Margrét og Sighvatur með ermarnar uppbrettar og tilbúin til að ferðast vítt og breitt um Suðurland í enn frekari efnisleit og tökur .