Frá sóknarnefnd Stóra-Núpskirkju

Aftansöngur var í Stóra-Núpskirkju á gamlársdag 31. desember  kl. 16:30. Sr. Óskar H. Óskarsson, sóknarprestur prédikaði, Kirkjukór Stóra-Núpskirkju söng undir stjórn organistans Þorbjargar  Jóhannsdóttur.  Þetta var síðasta athöfn í kirkjunni þar til á páskadag 5. apríl  2015  þar sem eftir áramótin hefjast viðhaldsframkvæmdir við kirkjuna.

Opnunartímar skrifstofu um áramótin 2014-2015

Opið mánudaginn  5. janúar 2015  eins og venjulega frá kl. 09-12  og 13-15 og eftir það alla virka daga opið kl.  09-12 og 13-15 og  föstudaga 09-12.  Starfsfólk skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps óskar íbúum og öðrum viðskiptavinum og samstarfsfólki  farsældar á nýju ári með þökk fyrir árið sem er að líða
 

Gamli vefur Skeiða-og Gnúpverjahrepps

Oft kemur upp sú staða að fólk vill skoða gamlar vefsíður. Landsbókasafn Íslands heldur ágætlega utanum gamla vefi á vefsíðunni vefsafn.is, en  hér má einmitt fara inn  á gamla vef Skeiða og Gnúpverjahrepps.  Mikið af efni er á gömlu heimasíðunni  sem ekki er inni á nýju síðunni.  En bráðlega mun þó allt efni verða sett inn á nýju vefsíðuna.