Gámasvæðin verða lokuð 1. ágúst vegna sumarleyfa

Gámasvæðin í Árnesi og Brautarholti verða lokuð laugardaginn 1. ágúst vegna sumarleyfa. Næsta opnun er eftir helgina eins og  venjulega, þriðjudag  í Árnesi og miðvikudag í Brautarholti  kl. 14 - 16. Alltaf er þó hægt að skutla litlum pokum af almennu sorpi í gám á svæðunum, utan opnunartíma. Þá er líka hægt að setja í fata og dýragáma utan opnunartíma.

Skrifstofan opin á ný eftir sumarleyfi

Skrifstofa sveitarfélagsins er nú opin á ný eftir sumarleyfi starfsmanna samkv auglýstum opnunartíma sem er: mánudaga - fimmtudaga 09 - 12 og 13 -15 og föstudaga frá 09-12. Starfandi sveitarstjóri  er Bjarni Hlynur Ásbjörnsson. Hann starfar  fyrir Kristófer Tómasson sem er í leyfi til 1. október 2020.

Bjarni Ásbjörnsson ráðinn sveitarstjóri tímabundið

Bjarni Hlynur Ásbjörnsson tók tímabundið við starfi sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps um síðustu mánaðamót, mun hann gegna starfinu til 1. október næstkomandi. Kristófer Tómasson veðrur í leyfi á sama tíma. Bjarni hefur víðtæka starfsreynslu. Hann hefur rekið sitt eigið fyrirtæki frá árinu 2004 á sviði ráðgjafar í upplýsingatækni, rekstrar og stefnumótunar. Auk þess hefur Bjarni starfað hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands og sem framkvæmdastjóri tveggja nýsköpunar fyrirtækja. Hann var einnig kerfisstjóri Sláturfélags Suðurlands um langt árabil. 

Sumarleyfi á skrifstofu til 24. júlí 2020

Skrifstofa Skeiða- og Gnúpverjahrepps verður lokuð frá og með 6. júlí til og með 24. júlí  vegna sumarleyfa. Opnað verður aftur mánudaginn 27. júlí. kl. 09:00. Sími í Áhaldahúsinu er 893-4426 Björn Axel,  netfang: bjorn@skeidgnup.is -  Bókanir í fjallaskálana Gljúfurleit, Bjarnalækjarbotna og Tjarnarver eru teknar á netfangið fjallaskalar@skeidgnup.is