Félagsheimilið Brautarholti

Eftir miklar endurbætur á Félagsheimilinu í Brautarholti er aftur hægt að fá salinn þar leigðann fyrir ýmis tilefni.

Salirnir eru tveir. Annar er stærri og rúmar allt að 100-150 manns og hinn er minni sem rúmar allt að 30 manns. Stærri salurinn er parketlagður íþróttasalur, með honum fylgir aðgangur að eldhúsi ásamt leirtaui, borðum og stólum. Minni salurinn er með borðum og stólum uppsett og einnig lítilli eldhúsaðstöðu. Hann hentar vel fyrir fundi eða litlar veislur. Skila þarf rýminu eins og þegar tekið var við því.

Við útleigu á stærri sal þarf að vera með starfsmaður. Umsjónaraðili sér um að ráða starfsmenn í stærri veislur og viðburði.

Einnig er hægt að leigja sérstaklega dúka fyrir borðin í stærri salnum, stóla, borð og borðbúnað fyrir veislur annarsstaðar.

Umsjónaraðili Félagsheimilisins í Brautarolti er Viktoría Rós Guðmundsdóttir. Hægt er að hringja í síma 772-2484 eða senda póst á netfangið viktoriaros@skeidgnup.is til að leigja salinn eða fá frekari upplýsingar.

Verðskrá fyrir útleigu má finna hér

Hér fyrir neðan eru myndir af Félagsheimilinu og úr litla salnum: