Skrifstofan er lokuð 27. des að öðru leyti venjubundin opnun.

Skrifstofa sveitarfélagsins er lokuð 27. desember að öðru leyti eru venjubundinn opnunartími frá 09-12 og 13-  15. Gleðilega hátíð. 

Leikskólakennara í 60% stöðu vantar í Leikholt 29. janúar.

Leikskólinn Leikholt óskar eftir að ráða leikskólakennara í 60% stöðu með möguleika á breyttu starfshlutfalli. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  29. janúar 2018 eða eftir samkomulagi.  Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt og leiða áfram gott faglegt starf í skólanum. Staðan er inn á yngri deildinni Heklu (1 árs til 2ja ára).

Gjaldskrá sorps 2018. Leiðrétting

Vegna mistaka er grein númer 4 í gjaldskrá sorpþjónustu 2018 ekki rétt í fundargerð frá 6 desember sl.og þar af leiðandi einnig röng í fréttabréfi.
Greinin er eftirfarandi :  
„Dýrahræ  40 kr kg.   Dýragámar verða inni á gámasvæðum. Óski menn eftir því að losna við hræ utan afgreiðslutíma  kostar það  12.000 kr. opnun. 
Lagt verður til að greinin verði formlega tekin fyrir á næsta fundi og bókuð að nýju.
Gjaldskráin að öðru leyti er komin inn á vefinn undir:  Stjórnkerfi/ Gjaldskrár 
 
Sveitarstjóri 
 

Fréttabréf desember komið út.

Fréttabréfið er komið út  og kemur í póstkassann  föstudaginn 15. desember. LESA HÉR  Lífsferill gallabuxna, fundargerðir sveitarstjórnar, auglýsingar, fréttir ofl. 

Fullkomin hreinsistöð tekin í notkun við Brautarholt

Föstudaginn 24 nóvember var tekin formlega í notkun skólphreinsistöð af fullkominni gerð við Brautarholt að viðstöddum góðum gestum. Stöðin mun þjóna þéttbýliskjarnanum í Brautarholti ásamt tjaldsvæði og gistiþjónustu sem þar er rekin. Börkur Brynjarsson verkfræðingur hjá Umhverfis- og tæknisviði Uppsveita er aðalhönnuður mannvirkisins. Verktaki var Georg Kjartansson á Ólafsvöllum. Með tilkomu hreinsistöðvarinnar er stigið gott framfaraskref í umhverfismálum sveitarfélagsins. Næg afkastageta er í stöðinni til að mæta vexti á svæðinu. Frá hægri á myndinni má sjá Georg verktaka, Skafta oddvita, Börk verkfræðing og Kristófer sveitarstjóra kampakáta við hreinsistöðina.

Flúðaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 65 % starf

Flúðaskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa í 65% starf frá og með 1. janúar 2018.  
Í starfinu felast m.a. létt þrif, aðstoð við nemendur og gæsla í frímínútum. Við erum að leita að jákvæðri manneskju sem hefur gaman af því að vera með börnum í leik og starfi. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

            Aðalskipulagsmál Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

Fréttabréf nóvember komið út.

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út og hægt að lesa hér. Ýmislegt að vanda sem hægt er að lesa.

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita auglýsir eftir starfsmanni

Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Verkefni byggðasamlagsins í umhverfis- og tæknimálum eru margvísleg en þar á meðal er unnið að vatns-, hita, og fráveitumálum, gatnagerð, viðhaldi og nýbyggingum húsa, sorpmálum, vinnslu úrgangs og fleira sem til fellur. Starfsaðstaða er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Árnesinga


Auglýst er eftir aðstoðarskólastjóra í fullt starf við Tónlistarskóla Árnesinga
frá 1. janúar 2018. Stjórnunarhlutfall er um 85%, kennsluskylda 15%.

Að Tónlistarskóla Árnesinga standa öll átta sveitarfélög Árnessýslu og er hann einn stærsti og umsvifamesti tónlistarskóli
landsins. Starfsemi skólans fer fram á tólf stöðum í sýslunni. Fjöldi nemenda er um 500 og um 30 kennarar starfa að jafnaði við
skólann.

Starfs- og ábyrgðarsvið
Aðstoðarskólastjóri:
- vinnur undir stjórn skólastjóra og er tilbúinn að ganga í verk skólastjóra þegar á þarf að halda.
- ber ábyrgð á vissum þáttum starfsins, en hefur fyrst og fremst umsjón með fjölþættu og krefjandi
innra starfi skólans.
- sinnir m.a. launaútreikningi ásamt skólastjóra.
- er tengiliður við ýmsar opinberar stofnanir.
- hefur umsjón með nemendaskrá og kennaraskrá.
- kemur að gerð ársskýrslu.
- sinnir öðrum tilfallandi verkefnum sem skólastjóri felur honum hverju sinni.

Menntun- og hæfnikröfur
Tónlistarmenntun á háskólastigi (kennari 3).
Stjórnunarreynsla æskileg.
Gott vald á almennri tölvu-ritvinnslu.
Kunnátta á Sibelius, DaCapo og Tónalaunum er kostur.
Innsæi í starfsemi tónlistarskóla og þróun tónlistarnáms æskilegt.
Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund.
Fagmennska, metnaður og frumkvæði.
Hugmyndaauðgi og framsýni.
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Upplýsingar veita Róbert A. Darling skólastjóri og Helga Sighvatsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 482
1717.

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2017.
Umsóknum ber að skila
á skrifstofu Tónlistarskóla Árnesinga, Eyravegi 9 Selfossi, eða á netfang
skólans
tonar@tonar.is.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt
er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins