Haust og vetrarfrí fjölskyldunnar - Markaðsstofa Suðurlands
Nú fer að líða að haust- og vetrarfríum í skólum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu, í flestum skólum eru haustfrí núna um miðjan október. Líkt og síðasta vetur ætlum við að leggja áherslu á Haust- og vetrarfrí fjölskyldunnar.
Við munum kynna fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í vetarfríinu í fréttamiðlum og á netmiðlum. Við munum leitast við að kynna fjölskylduvæna þjónustu og afþreyingu.