Skólaakstur- verktaki óskast
Skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Óskað er eftir verktaka í skólaakstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Skólaárin 2019-2020 og 2020-2021.
Um er að ræða akstursleið í dreifbýli frá bæjum af efri hluta Skeiðasvæðis fremri hluta Gnúpverjasvæðis að Þjórsárskóla. Ekið er að morgni og heim aftur síðdegis á starfstíma skólans. Auk þess tekur verktaki að sér annan tilfallandi akstur í tengslum við skóla eða tómstundastörf.