Fréttabréf - skilafrestur í næsta bréf 31. október.

Við minnum  á að skilafrestur í næsta fréttabréf Skeiða- og Gnúpverjahrepps er FIMMTUDAGINN 31. október nk.
Blaðið fer í dreifingu póstþjónustunnar þriðjudaginn 5. nóvember.
Við fögnum sem fyrr aðsendu efni, tilkynningum og greinum.
Vinsamlega sendið allt efni á netfangið: frettabref@skeidgnup.is

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi,
Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál.
Samkvæmt  1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
Breyting á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Ósbakki L165463, Flóahreppi.
Kynnt er skipulags- og matslýsing sem tekur til 2 ha lands Ósabakka (L165463) sem í gildandi aðalskipulagi Flóahrepps er skilgreint sem frístundabyggð (F36) og er áætlað að breyta landnotkun í landbúnaðarland. Áætlað er að byggja upp nýtt íbúðarhús og hesthús/skemmu. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er kynnt skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags á svæðinu.
Skipulags- og matslýsing

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir 1. des.

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði  fyrir árið 2020.  Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: 

• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. 

Lausar lóðir í Árneshverfi 2019

Rúmgóðar einbýlishúsalóðir eru lausar til úthlutunar í fögru umhverfi í Árneshverfi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Meðf. er myndband sem sýnir þær.  Myndband hér 

804 er nýtt póstnúmer Skeiða- og Gnúpverjahrepps

Eins og kunnugt er hafa flest dreifbýlissveitarfélög í Árnessýslu verið með póstnúmerið 801 Selfoss.
Nú hefur verið gerð breyting í þessum efnum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur fengið 804 Selfoss,
Flóahreppur fékk póstnúmerið 803 Selfoss, Grímsnes- og Grafningshreppur 805  Selfoss og Bláskógabyggð 806 Selfoss.

Fundarboð 30. fundar sveitarstjórnar 16.október 2019

30. sveitarstjórnarfundur   - Fundarboð -  Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps
í Árnesi  16. október, 2019 klukkan 08:30.

Dagskrá

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

Mál til kynningar

Kristófer Tómasson Sveitarstjóri

Fréttabréf október 2019

Fréttabréf októbermánaðar er komið á vefinn. 

Lesið og njótið hér

Sveitarstjóri

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð 3. og 4. október n.k.

Skrifstofan verður lokuð dagana 3. og 4. október nk. vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í Reykavík sem starfsmenn skrifstofunnar sækja. Áhaldahúsmennirnir verða á sínum stöðum þeir Ari  893-4426 og Bjarni  892-1250.
Einnig verður hægt að senda tölvupóst á kristofer@skeidgnup.is ef erindi eru brýn.

Heitavatnslaust í Brautarholti í dag frá kl. ca 15:30/45 - 17:00

Vinna við heitavatnsleiðslu í Brautarholti  hefst núna á eftir og það kallar á að taka verður vatnið af Holtabrautinni og öllum húsum í Brautarholti  frá kl. ca 15:30 -  til ca 17:00.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að verða.

Fundarboð 29. fundar sveitarstjórnar 24. september 2019

Boðað er til fundar í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í Árnesi  24. september, 2019 klukkan 10:00.
Dagskrá:
Til umfjöllunar:

1. Samningur við Rauðukamba

2. Svæðisskipulag Suðurhálendis

3. Fundargerðir UTU 65-67 ásamt ársreikningi

4. Friðlýsing í Þjórsárdal

Til kynningar

5. Afgreiðslufundir Byggingarfulltrúa 19 -105. fundur