Hreinsun rotþróa í Skeiða og Gnúpverjahreppi 2020

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps lagði fram á 12. fundi sínum þann 01. febrúar 2011 samþykkt um fráveitur í sveitarfélgainu.  Í 19. grein þeirrar samþykktar er kveðið á um að tæming rotþróa í sveitarfélaginu fari fram á þriggja ára fresti og  innheimt sé gjald til að standa undir kostnaði.  Þriggja ára gjald á að standa undir einni tæmingu.  Sveitinni hefur verið skipt upp í þrjú svæði og verður eitt svæði tekið fyrir á ári sem hér segir:

Svæði 1 = telur allar þrær á Skeiðum, einnig Sandlækjarhverfi í fyrrum Gnúpverjahreppi ásamt Gunnbjarnarholti og Skarði meðtöldu. Verður tæmt árin: 2021-2024- 2027-2030-2033-2066-2039-2042.

Svæið 2 = hefst við Þrándarholt/lund og Stöðulfell og endar með Austurhlíð, Steinsholtsbæjum og Skaftholti. Verður tæmt árin: 2020-2023-2026-2029-2032-2035-2038-2041.

Svæði 3 = hefst við Ásaskóla, Ása, Minni Núp og Stóra Núp og telur alla bæi þar fyrir ofan, endar á Sultartangavirkjun. Verður tæmt árin: 2022-2025-2028-2031-2034-2037-2040-2043.

Þrær verða að vera aðgengilegar fyrir losunaraðilann, gott er að merkja staðsetninguna með stöng eða flaggi.  Þannig getur losunaraðili gengið til verks þó að enginn sé heima við. 

Gæta þarf þess að losunaraðili komi ekki að læstu hliði!

Bíll í eigu sveitarfélaga í uppsveitum Árnessýslu sér um hreinsunina og er staðsettur á Flúðum.

Upplýsingar veitir Bjarni Jónsson hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gsm 892-1250 eða sendið póst á bjarni@skeidgnup.is  Íbúar hafi samband við hann ef þeir þurfa að koma upplýsingum á framfæri varðandi sína eign eða spyrja einhvers.

Árnesi, apríl 2020  

Sveitarstjóri.